Fastir pennar Þegar eitt útilokar ekki annað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Fastir pennar 20.1.2009 06:00 Opnari staða Þorsteinn Pálsson skrifar Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. Fastir pennar 19.1.2009 06:00 Ómissandi fólk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. Fastir pennar 19.1.2009 04:00 Ísland sem hindrunarhlaup Þorvaldur Gylfason skrifar Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. Fastir pennar 15.1.2009 06:00 Á að breyta? Þorsteinn Pálsson skrifar Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni. Fastir pennar 15.1.2009 05:00 Örlítil skíma í svartnættinu Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Hundrað dagar eru liðnir frá neyðarlögunum sem sett voru til að bregðast við lausafjárvanda bankanna og áhrifum fjármálakreppunnar hér á landi. Eftir hundrað daga er enn óskað eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum, kallað er eftir ábyrgð og að boðað sé til kosninga. Reiði almennings vegna þessara gjörbreyttu skilyrða á Íslandi er mjög skiljanleg og fátt hefur verið aðhafst til að bregðast við henni. Fastir pennar 14.1.2009 06:00 Tillitssemi Samfylkingar Jón Kaldal skrifar Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Fastir pennar 13.1.2009 06:00 Hvað getum við gert? Sverrir Jakobsson skrifar Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Fastir pennar 13.1.2009 06:00 Hvers á stórhuga smáþjóð að gjalda? Óli Kristján Ármannsson skrifar Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt". Fastir pennar 12.1.2009 06:00 Það sem virða ber Þorsteinn Pálsson skrifar Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Fastir pennar 11.1.2009 10:14 Skoðanafabrikkur samfélagsins Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Fastir pennar 10.1.2009 06:00 Grimmd á Gaza Steinunn Stefánsdóttir skrifar Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Fastir pennar 9.1.2009 06:00 Spilling í Brüssel Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar Fræg er sagan af rómverska keisaranum, sem skyldi dæma milli tveggja söngvara. Eftir að hann hafði heyrt hinn fyrri syngja, rétti hann hinum síðari verðlaunin: Verr gæti hann ekki sungið. Þetta er óskynsamlegt. Fastir pennar 9.1.2009 05:00 Sáttin er brostin Þorvaldur Gylfason skrifar Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Fastir pennar 8.1.2009 06:00 Ímynduð eða raunveruleg ógn Jón Kaldal skrifar Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Fastir pennar 8.1.2009 06:00 Hvað ræður för í vaxtapíningunni hér? Óli Kristján Ármannsson skrifar Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli. Fastir pennar 7.1.2009 00:01 Áhyggjur gera engan betri Jónína Michaelsdóttir skrifar Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt saga í Bakkabræðrakaflanum sem heitir: Karlinn sem heyrði svo vel. Hún hefst á þessum orðum: Það var karl nokkur sem þóttist heyra vel, en heyrði í raun makalaust illa, en vildi ekki láta það á sig ganga. Einu sinni var hann að höggva við út á skógi. Þá sér hann tvo menn koma ríðandi og einn gangandi. „Þegar þeir koma munu þeir spyrja hvað ég sé að gjöra. „Höggva axarskaft handa syni mínum," segi ég. „Hvað á það að verða langt?", spyrja þeir. „Allt upp að kvisti," segi ég: Þá spyrja þeir mig til vegar." Fastir pennar 6.1.2009 06:00 Þjóðin á að afstýra klofningi Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Eftir margra vikna kröfu almennings um að gengið verði til kosninga eru stjórnarflokkarnir nú að deila um hvað eigi að kjósa um fyrst; hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða til Alþingis. Fastir pennar 6.1.2009 06:00 Bjartsýni eða bölmóður Björn Ingi Hrafnsson skrifar Við hressilegan og bjartsýnan tón kvað í grein Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra hér í Fréttablaðinu í gær þar sem horfur og staða í atvinnumálum þjóðarinnar í skugga efnahagskreppunnar voru til umræðu. Ráðherrann sagði réttilega að þrátt fyrir allt eigi fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. „Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli," sagði hann. Fastir pennar 5.1.2009 05:30 Ómenningarvitinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í kynningarefni verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir Höfðatorg kemur fram að þegar vel viðri geti gestir þar „hæglega ímyndað sér að þeir séu staddir á ítölsku piazza". Og til að ná fram því markmiði - „þetta er bara alveg eins og í útlöndum" - ætla þeir hjá Eykt að loka úti sjálfa borgina. Þeir ætla að múra upp í vindinn og eru áform uppi um þrjá turna. Sá hæsti þeirra - og sá eini sem risinn er - var í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 5.1.2009 04:00 Hryllingur í ríki Davíðs konungs Óli Kristján Ármannsson skrifar Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Fastir pennar 3.1.2009 09:46 Miklar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson skrifar Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun. Fastir pennar 2.1.2009 07:00 Vinningurinn Einar Már Jónsson skrifar Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. Fastir pennar 31.12.2008 06:00 Tortryggnin Þorsteinn Pálsson skrifar Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. Fastir pennar 30.12.2008 09:04 Glópagullöldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Fastir pennar 29.12.2008 05:00 Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Fastir pennar 29.12.2008 04:00 Haltu kjafti og vertu þæg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Fastir pennar 28.12.2008 18:21 Evrópuslagurinn Björn Ingi Hrafnsson skrifar Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. Fastir pennar 27.12.2008 09:00 Hinar raunverulegu gjafir Steinunn Stefánsdóttir skrifar Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. Fastir pennar 24.12.2008 06:00 Skýin eru eins og þang Einar Már Jónsson skrifar Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Fastir pennar 24.12.2008 06:00 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 245 ›
Þegar eitt útilokar ekki annað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Fastir pennar 20.1.2009 06:00
Opnari staða Þorsteinn Pálsson skrifar Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. Fastir pennar 19.1.2009 06:00
Ómissandi fólk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. Fastir pennar 19.1.2009 04:00
Ísland sem hindrunarhlaup Þorvaldur Gylfason skrifar Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. Fastir pennar 15.1.2009 06:00
Á að breyta? Þorsteinn Pálsson skrifar Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni. Fastir pennar 15.1.2009 05:00
Örlítil skíma í svartnættinu Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Hundrað dagar eru liðnir frá neyðarlögunum sem sett voru til að bregðast við lausafjárvanda bankanna og áhrifum fjármálakreppunnar hér á landi. Eftir hundrað daga er enn óskað eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum, kallað er eftir ábyrgð og að boðað sé til kosninga. Reiði almennings vegna þessara gjörbreyttu skilyrða á Íslandi er mjög skiljanleg og fátt hefur verið aðhafst til að bregðast við henni. Fastir pennar 14.1.2009 06:00
Tillitssemi Samfylkingar Jón Kaldal skrifar Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Fastir pennar 13.1.2009 06:00
Hvað getum við gert? Sverrir Jakobsson skrifar Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Fastir pennar 13.1.2009 06:00
Hvers á stórhuga smáþjóð að gjalda? Óli Kristján Ármannsson skrifar Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt". Fastir pennar 12.1.2009 06:00
Það sem virða ber Þorsteinn Pálsson skrifar Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Fastir pennar 11.1.2009 10:14
Skoðanafabrikkur samfélagsins Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Fastir pennar 10.1.2009 06:00
Grimmd á Gaza Steinunn Stefánsdóttir skrifar Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Fastir pennar 9.1.2009 06:00
Spilling í Brüssel Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar Fræg er sagan af rómverska keisaranum, sem skyldi dæma milli tveggja söngvara. Eftir að hann hafði heyrt hinn fyrri syngja, rétti hann hinum síðari verðlaunin: Verr gæti hann ekki sungið. Þetta er óskynsamlegt. Fastir pennar 9.1.2009 05:00
Sáttin er brostin Þorvaldur Gylfason skrifar Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Fastir pennar 8.1.2009 06:00
Ímynduð eða raunveruleg ógn Jón Kaldal skrifar Merkilegur samanburður birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að á þremur árum hefur rekstrarkostnaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra aukist um 45 prósent á sama tíma og útgjöld til efnahagsbrotadeildar hafa dregist saman um níu prósent. Fastir pennar 8.1.2009 06:00
Hvað ræður för í vaxtapíningunni hér? Óli Kristján Ármannsson skrifar Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli. Fastir pennar 7.1.2009 00:01
Áhyggjur gera engan betri Jónína Michaelsdóttir skrifar Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt saga í Bakkabræðrakaflanum sem heitir: Karlinn sem heyrði svo vel. Hún hefst á þessum orðum: Það var karl nokkur sem þóttist heyra vel, en heyrði í raun makalaust illa, en vildi ekki láta það á sig ganga. Einu sinni var hann að höggva við út á skógi. Þá sér hann tvo menn koma ríðandi og einn gangandi. „Þegar þeir koma munu þeir spyrja hvað ég sé að gjöra. „Höggva axarskaft handa syni mínum," segi ég. „Hvað á það að verða langt?", spyrja þeir. „Allt upp að kvisti," segi ég: Þá spyrja þeir mig til vegar." Fastir pennar 6.1.2009 06:00
Þjóðin á að afstýra klofningi Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Eftir margra vikna kröfu almennings um að gengið verði til kosninga eru stjórnarflokkarnir nú að deila um hvað eigi að kjósa um fyrst; hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða til Alþingis. Fastir pennar 6.1.2009 06:00
Bjartsýni eða bölmóður Björn Ingi Hrafnsson skrifar Við hressilegan og bjartsýnan tón kvað í grein Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra hér í Fréttablaðinu í gær þar sem horfur og staða í atvinnumálum þjóðarinnar í skugga efnahagskreppunnar voru til umræðu. Ráðherrann sagði réttilega að þrátt fyrir allt eigi fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. „Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli," sagði hann. Fastir pennar 5.1.2009 05:30
Ómenningarvitinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í kynningarefni verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir Höfðatorg kemur fram að þegar vel viðri geti gestir þar „hæglega ímyndað sér að þeir séu staddir á ítölsku piazza". Og til að ná fram því markmiði - „þetta er bara alveg eins og í útlöndum" - ætla þeir hjá Eykt að loka úti sjálfa borgina. Þeir ætla að múra upp í vindinn og eru áform uppi um þrjá turna. Sá hæsti þeirra - og sá eini sem risinn er - var í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 5.1.2009 04:00
Hryllingur í ríki Davíðs konungs Óli Kristján Ármannsson skrifar Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Fastir pennar 3.1.2009 09:46
Miklar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson skrifar Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun. Fastir pennar 2.1.2009 07:00
Vinningurinn Einar Már Jónsson skrifar Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. Fastir pennar 31.12.2008 06:00
Tortryggnin Þorsteinn Pálsson skrifar Eftir að íslenska krónan hrundi endanlega á haustdögum féllu viðskiptabankarnir. Flestir sáu hrun krónunnar fyrir. Færri vildu trúa að bankarnir fylgdu í kjölfarið. Hvernig sem því víkur við er það veruleiki sem ekki verður umflúinn. Fastir pennar 30.12.2008 09:04
Glópagullöldin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hér gæti verið fyrirmyndarsamfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrirmyndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi… og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Fastir pennar 29.12.2008 05:00
Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Viðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustundin verður. Munum við ná að vinna okkur út úr bankahruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Fastir pennar 29.12.2008 04:00
Haltu kjafti og vertu þæg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís. Fastir pennar 28.12.2008 18:21
Evrópuslagurinn Björn Ingi Hrafnsson skrifar Stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist í því að leiða spurninguna um aðild að Evrópusambandinu til lykta. Margt bendir þvert á móti til að flokkakerfið hér á landi hafi alls ekki ráðið við mál af þessari stærðargráðu og margir hafi beinlínis veigrað sér við að ræða það, af ótta við að rugga bátnum og efna til ófriðar, jafnvel klofnings. Fastir pennar 27.12.2008 09:00
Hinar raunverulegu gjafir Steinunn Stefánsdóttir skrifar Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. Fastir pennar 24.12.2008 06:00
Skýin eru eins og þang Einar Már Jónsson skrifar Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Fastir pennar 24.12.2008 06:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun