

Eftir slaka byrjun virðist Ferrari búiið að finna taktinn í Fiormúlu 1 og Stefano Domenicali er sérstaklega ánægður með Kimi Raikkönen eftir mótið í Mónakó. Hann virðist hafa fundið sitt fyrra form og endurnýjaðan áhuga.
Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum.
Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi
Formúlu 1 lið sendu í dag FIA formlegt bréf þar sem þau heimta að fyrirhugaðar reglubreytingar fyrir árið 2010 verði felldar úr gildi og þær reglur sem eru í gildi verði áfram notaðar á næsta ári.
Bretinn Jenson Button vann sinn fimmta sigur i sex mótum í Mónakó í dag og segir að hann hafi verið sá sætasti frá upphafi.
Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello.
Ross Brawn er ánægður með gengi Jenson Button, en hann er fremstur á ráslínu í Mónakó í dag og félagi hans Rubens Barrichello er þriðji, en Kimi Raikkönen á milli þeirra. Brawn segir Button minni dálítið á Michael Schumacher, en þeir unnu náið saman hjá Ferrari.
Formúlu 1 mótið í Mónakó vekur alltaf mikla athygli. Prins Albert sem öllu stýrir í Mónakó sá ástæðu til að tjá sig um ástandið í Formúlu 1.
Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum.
Bretiinn Jenson Button rétt marði að ná besta tíma í æsispennandi tímatökum í Mónaó í dag. Hann varð 25 þúsundustu úr sekúndu á undan Kimi Raikkönen á Ferrari, en Rubens Barrichello varð brotabrotum á eftir honum.
Aðeins 0.1 sekíndu var á milli fyrstu fimm ökumannanna á lokaæfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Fernando Alonso á Renault náði besta tíma og var hann aðeins 0.069 sekúndum á undan Jenson Button á Brawn bíl.
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren.
Deilumálið á milli Ferrari og annara keppnisliða og FIA hefur tekið á sig nýja mynd. Bernie Ecclestone hótaði Ferrari í dag lögsókn ef þeir virða ekki samninga sem FOM, fyrirtæki Ecclestone er með og lláti af hótunum um að hætta í Formúlu 1.
Mjög mjótt var á munum á seinni æfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Heimamaðurinn Nico Rosberg, sem er reyndar fæddur í Þýskalandi, en býr í Mónakó var með næsta besta tíma á Williams.
Jóhanna Guðrún, söngstjarna okkar Íslendinga spyrnir um götur Mónakó í kvöld, en keppt er í Formúlu 1 í furstadæminu í um helgina. Jóhann tekur slaginn í kapp við klukkuna í ökuhermi á Stöð 2 Sport í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld.
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni.
Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina.
FIA er í fullum rétti að setja 40 miljón sterlingspunda útgjaldaþak á Formúlu 1 lið á næsta ári að mati dómstóls í París. Niðurstaða í kæru Ferrari gegn FIA var birt í dag.
Ferrari leggur inn formlega kæru fyrir franskan dómara í dag gagnvart FIA í París í dag. Ferrari liiðið er ósátt við nýjar reglur um rekstrarkostnað sem FIA ætlar að taka í notkun á næsta ári.
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins er bjartsýnn fyrir Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. Lið hans leiðir meistarakeppni ökumanna og bílasmiða, en mótið í Mónakó er það sjötta á árinu
Forseti FIA, Max Mosley segir að umræða um að Formúlu 1 sé í krísu eigi ekki viði rök að styðjast. Hann fundaði með Formúlu 1 liðum í dag, en ekkert samkomulag náðist á milli samtaka Formúlu 1 liða og FIA.
Deilurnar á milli Formúlu 1 liða og FIA, alþjóðabílasambandsins verða ræddar á fundi málsaðila á föstudag. Fjögur Formúlu 1 lið hafa hótað að hætta í Formúlu 1 í lok ársins ef reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi fyrir 2010.
Renault hefur bæst í hóp Formúlu 1 liða sem hóta að keppa í Formúlu 1, ef nýjar reglur FIA ná fram að ganga fyrir næsta ár. Ferrari, Red Bull, Torro Rosso og Renault hafa öll formlega sagt að þau dragi sig úr keppni í lok ársins hefur FIA nær sínu fram.
Þjóðverjinn Nico Rosberg hefur verið sprettharður á föstudagsæfingum í á árinu, en hefur samt aðeins nælt í 4.5 stig í mótum. Hann er í viðræðum við ýmis lið varðandi næsta ár og segir allt koma til greina varðandi störf sín 2010
Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til.
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið sitt verði öflugra í Mónakó um aðra helgi, en reyndist rauninn í Barcelona á sunnudaginn. Hvorugur ökumanna liðsins komst á verðlaunapall, Lewis Hamilton varð tíundi og Heikki Kovalainen féll úr leik vegna bilunnar.
Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína.
Jenson Button vann sinn fjórða sigur í fimm mótum í Barcelona í gær og um aðra helgi keppir hann á heimavelli í Mónakó. Þó Button sé breskur að uppruna býr hann í skattaparadísinni Mónakó.
Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu.
Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona.