Ferrari vill Schumacher í bíl 2010 13. ágúst 2009 09:32 Luca Montezemolo hefur mikið dálæti á Michael Schumacher og var verulega svekktur að hann gat ekki keppt í næsta Formúlu 1 móti. Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst. Keppt er á Spa helgina eftir, en Schumacher sagði sjálfur að hann þyrfti fyrst að sætta sig við að geta ekki keppt í Valencia, en allt annað er óráðið. Eftir æfingar á 2007 Ferrari var ljóst að hann var ekki búinn að ná sér af hálsmeiðslum frá í febrúar. Luca Montezemolo forseti Ferrari sagði að hann vildi ólmur fá Schumacher um borð í bíl Ferrari, ef ekki á þessu ári, þá því næsta. Felipe Massa og Kimi Raikkönen eru báðir með samning við Ferrari 2010, en Montezemolo sagðist róa að því öllum árum að Ferrari fengi þriðja bílinn til keppni á næsta ári. Það væri vilji hans og fleiri stærri liða að hafa þrjá bíla, ef FIA leyfir slíkt. Líkurnar eru trúlega ekki miklar að úr því rætist, en þessi hugmynd hefur oft komið upp. Þrjú ný lið verða í keppni á næsta ári og jafnvel það fjórða í ljósi þess að BMW hættir keppni í lok ársins. "Ég held það væri meira spennandi að fá þriðja bílinn frá stóru liði, frekar en nýtt lið í stað BMW, sem er hvorki fugl né fiskur", sagði Montezemolo og vill þá meina að Schumacher gæti keyrt þriðja bíl Ferrari. Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst. Keppt er á Spa helgina eftir, en Schumacher sagði sjálfur að hann þyrfti fyrst að sætta sig við að geta ekki keppt í Valencia, en allt annað er óráðið. Eftir æfingar á 2007 Ferrari var ljóst að hann var ekki búinn að ná sér af hálsmeiðslum frá í febrúar. Luca Montezemolo forseti Ferrari sagði að hann vildi ólmur fá Schumacher um borð í bíl Ferrari, ef ekki á þessu ári, þá því næsta. Felipe Massa og Kimi Raikkönen eru báðir með samning við Ferrari 2010, en Montezemolo sagðist róa að því öllum árum að Ferrari fengi þriðja bílinn til keppni á næsta ári. Það væri vilji hans og fleiri stærri liða að hafa þrjá bíla, ef FIA leyfir slíkt. Líkurnar eru trúlega ekki miklar að úr því rætist, en þessi hugmynd hefur oft komið upp. Þrjú ný lið verða í keppni á næsta ári og jafnvel það fjórða í ljósi þess að BMW hættir keppni í lok ársins. "Ég held það væri meira spennandi að fá þriðja bílinn frá stóru liði, frekar en nýtt lið í stað BMW, sem er hvorki fugl né fiskur", sagði Montezemolo og vill þá meina að Schumacher gæti keyrt þriðja bíl Ferrari.
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira