
Formúla 1

Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1
Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018.

Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa
Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi.

Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó
Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina.

Raikkonen: Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður
Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Ferrari stakk af í Mónakó | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kappakstrinum í Mónakó.

Sebastian Vettel vann í Mónakó
Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull.

Raikkonen: Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta unnið á morgun
Kimi Raikkonen náði fimmtugasta ráspól finnsks ökumanns í Formúlu 1 og Sebastian Vettel lokaði fremstu rásröðinni fyrir Ferrari. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun.

Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða
Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár.

Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó
Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari liðsins segir að tími sé til kominn að liðið vinni Mónakókappaksturinn í Formúlu 1.

Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport
Endurkoma Jenson Button verður í Mónakó um helgina þar sem ein stærsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram.

Hamilton og Vettel fljótastir á æfingum í Mónakó
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.

Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018
Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020.

Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1.

Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó
Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega.

Bílskúrinn: Baráttugleði í Barselóna
Lewis Hamilton á Mercedes vann spænska kappasturinn um helgina eftir harða baráttu við Sebastian Vettel á Ferrari. Hvernig fór Hamilton að?

Baráttan var rosaleg í Barcelona | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir helstu atriðin í spænska kappakstrinum sem var fullur af mögnuðum tilþrifum.

Hamilton: Svona á kappakstur að vera
Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Lewis Hamilton vann á Spáni
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna
Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér.

Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag
Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni
Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji.

Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum.

Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum
Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum.

Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna
Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi.

Sauber notar Honda vélar 2018
Sauber liðið í Formúlu 1 hefur gert samning við japanska vélaframleiðandan Honda um vélakaup á næsta ári. Honda skaffar McLaren liðinu vélar.

Vettel: Ég reyndi allt sem ég gat til að ná Valtteri
Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark í Rússlandi eftir magnaða ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Valtteri Bottas vann sína fyrstu keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir rússneska kappaksturinn og allt það helsta sem gerðist í Sochi.

Valtteri Bottas vann í Rússlandi
Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Rússlandi í dag. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.

Bottas: Ferrari liðið var fljótara í dag
Sebastian Vettel náði sínum 47. ráspól á ferlinum í dag. Ferrari náði báðum bílum á fremstu rásröð í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 2008. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?