Erlent Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Erlent 21.10.2022 08:42 Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. Erlent 21.10.2022 08:11 Mikill eldur í Mexíkó eftir árekstur olíuflutningabíls Miklar skemmdir hafa orðið á lestarteinum og tugum heimila í mexíkóska bænum Aguascalientes eftir árekstur olíuflutningabíls í gærkvöldi. Erlent 21.10.2022 08:01 Gríðarleg aukning í ræktun kókaínrunna Ræktun á kókaínrunnum í Kólumbíu hefur aukist um 43 prósent samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Forseti landsins segir stríðið gegn eiturlyfjum vera tapað. Erlent 21.10.2022 07:58 Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. Erlent 21.10.2022 07:33 Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Erlent 20.10.2022 21:00 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. Erlent 20.10.2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Erlent 20.10.2022 12:08 Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins. Erlent 20.10.2022 10:51 Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Erlent 20.10.2022 09:16 Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. Erlent 20.10.2022 08:57 Ríkisstjórn Truss riðar til falls Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu. Erlent 20.10.2022 07:26 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. Erlent 20.10.2022 07:20 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Erlent 19.10.2022 23:31 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. Erlent 19.10.2022 22:32 Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Erlent 19.10.2022 16:28 Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Erlent 19.10.2022 15:43 Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Erlent 19.10.2022 15:04 Sprengdu upp inngang stærsta fangelsis Mjanmar Tvær sprengjur voru sprengdar við inngang Insein-fangelsisins í Yangon í Mjanmar í dag. Þrír starfsmenn fangelsisins létu lífið í sprengingunni og fimm gestir sem voru að heimsækja vini eða ættingja sem sitja inni í fangelsinu. Erlent 19.10.2022 12:36 Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19.10.2022 12:29 Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Erlent 19.10.2022 12:29 Bandarískir uppgjafarherforingjar flykkjast í þjónustu krónprinsins Tugir uppgjafarherforingja og flotaforingja eru á meðal hundruð bandarískra hermanna sem drýgja eftirlaun sín með því að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir, aðallega í löndum þar sem mannréttindabrot og kúgun er daglegt brauð. Fjöldi þeirra er í þjónustu krónprins Sádi-Arabíu og fjölgaði þeim eftir hrottalegt morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Erlent 19.10.2022 11:01 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. Erlent 19.10.2022 09:17 Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Erlent 19.10.2022 08:44 Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. Erlent 19.10.2022 07:53 Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. Erlent 19.10.2022 07:12 Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. Erlent 19.10.2022 06:34 Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. Erlent 18.10.2022 22:19 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 18:46 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. Erlent 18.10.2022 18:17 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Erlent 21.10.2022 08:42
Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. Erlent 21.10.2022 08:11
Mikill eldur í Mexíkó eftir árekstur olíuflutningabíls Miklar skemmdir hafa orðið á lestarteinum og tugum heimila í mexíkóska bænum Aguascalientes eftir árekstur olíuflutningabíls í gærkvöldi. Erlent 21.10.2022 08:01
Gríðarleg aukning í ræktun kókaínrunna Ræktun á kókaínrunnum í Kólumbíu hefur aukist um 43 prósent samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Forseti landsins segir stríðið gegn eiturlyfjum vera tapað. Erlent 21.10.2022 07:58
Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. Erlent 21.10.2022 07:33
Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Erlent 20.10.2022 21:00
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. Erlent 20.10.2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Erlent 20.10.2022 12:08
Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins. Erlent 20.10.2022 10:51
Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við. Erlent 20.10.2022 09:16
Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. Erlent 20.10.2022 08:57
Ríkisstjórn Truss riðar til falls Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu. Erlent 20.10.2022 07:26
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. Erlent 20.10.2022 07:20
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Erlent 19.10.2022 23:31
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. Erlent 19.10.2022 22:32
Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Erlent 19.10.2022 16:28
Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Erlent 19.10.2022 15:43
Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Erlent 19.10.2022 15:04
Sprengdu upp inngang stærsta fangelsis Mjanmar Tvær sprengjur voru sprengdar við inngang Insein-fangelsisins í Yangon í Mjanmar í dag. Þrír starfsmenn fangelsisins létu lífið í sprengingunni og fimm gestir sem voru að heimsækja vini eða ættingja sem sitja inni í fangelsinu. Erlent 19.10.2022 12:36
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19.10.2022 12:29
Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Erlent 19.10.2022 12:29
Bandarískir uppgjafarherforingjar flykkjast í þjónustu krónprinsins Tugir uppgjafarherforingja og flotaforingja eru á meðal hundruð bandarískra hermanna sem drýgja eftirlaun sín með því að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir, aðallega í löndum þar sem mannréttindabrot og kúgun er daglegt brauð. Fjöldi þeirra er í þjónustu krónprins Sádi-Arabíu og fjölgaði þeim eftir hrottalegt morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Erlent 19.10.2022 11:01
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. Erlent 19.10.2022 09:17
Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Erlent 19.10.2022 08:44
Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. Erlent 19.10.2022 07:53
Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. Erlent 19.10.2022 07:12
Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum. Erlent 19.10.2022 06:34
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. Erlent 18.10.2022 22:19
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 18:46
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. Erlent 18.10.2022 18:17