Erlent

Rýnt í uppruna alheimsins í fyrstu mynd James Webb

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í kvöld fyrstu unnu myndina úr James Webb-geimsjónaukanum. Myndin sýnir þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu.

Erlent

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Erlent

Vilja ekki að Biden bjóði sig aftur fram

Meirihluti kjósenda Demókrataflokksins vill ekki að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, bjóði sig aftur fram til embættis í forsetakosningunum 2024. Einungis 33 prósent allra Bandaríkjamanna segjast ánægð með störf forstans.

Erlent

Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær.

Erlent

Kona lést í slysinu við EM-torgið

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Erlent

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Erlent

Fær­eyingar setja tak­­markanir höfrunga­dráp

Mest má nú veiða fimm hundruð höfrunga yfir árið í Færeyjum. Heimastjórn Færeyja staðfesti lög þess efnis í dag en Færeyingar voru gagnrýndir harðlega í fyrra þegar yfir fjórtán hundruð höfrungar voru drepnir á einum degi.

Erlent

Pútín sagður eiga von á barni

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður eiga von á barni með ástkonu sinni Alina Kabaeva. Forsetinn á að minnsta kosti tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lyudmila Shkrebneva, en er talinn eiga nokkur börn í laumi með ástkonum sínum.

Erlent

Út­göngu­spár benda til stór­sigurs flokks Abe

Japanir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Flokkunum tveimur sem fara saman með stjórn Japans er spáð 69 til 83 sætum af þeim 125 sem eru í efri deild japanska þingsins. Frjálslyndir demókratar, flokkur fyrrverandi forsætisráðherrans Shinzo Abe, sem var myrtur á dögunum, gæti staðið uppi með hreinan meirihluta.

Erlent

Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta

Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum.

Erlent

Ný öryggisstilling Apple væntanleg

Ný öryggisstilling Apple var kynnt á miðvikudag en stillingin er kölluð „Lockdown mode.“ Stillingin er andsvar Apple við meinhugbúnaði sem hefur til dæmis verið notaður til þess að fylgjast með stjórnmálafólki og fréttamönnum í leyni.

Erlent