Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:15 Ormurinn sem fjarlægður var úr heila konunnar. AP/Canberra Health Services Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru. Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru.
Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira