Innlent

Björguðu ör­magna göngu­mönnum við gos­stöðvarnar

Björgunarsveitirnar Þorbjörn og Skyggnir í Vogum voru ræstar út til að finna hóp þriggja göngumanna sem ætluðu sér að ganga upp að gosstöðvunum. Þau höfðu verið nokkuð lengi að ganga en hringdu eftir hjálp um hálf sex í dag og voru þá orðin verulega blaut og köld.

Innlent

Blöskrar for­dóma­full um­mæli um pabba sinn

Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook.

Innlent

Ók á vegg eftir stutta eftir­för

Ökumaður klessti á vegg eftir stutta eftirför lögreglu. Hann er óslasaður en grunur er á um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var tekinn höndum og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður skýrsla af honum þegar runnið hefur af honum.

Innlent

„Ég er neyddur til að vera með rán­dýra tunnu”

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 

Innlent

Krist­rún varar við kæru­leysi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus.

Innlent

25 þjóð­erni í Grundaskóla á Akra­nesi

Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi.

Innlent

Stað­festa risasekt Arnarlax

Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022.

Innlent

Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum.

Innlent

Getur gosið hve­nær sem er

Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni.

Innlent

Að taka af­stöðu er einka­mál hvers og eins

Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi.

Innlent

Banda­rísk þota í vand­ræðum lenti í Kefla­vík

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna farþegaþotu bandaríska Delta-flugfélagsins sem óskaði eftir að að fá að lenda vegna vandamáls um borð. Vélin var á leið frá Heathrow á Englandi til Los Angeles í Bandaríkjunum.

Innlent

Telja líkur á öðru eld­gosi

Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent

Tók upp þegar hann nauðgaði kærustu sinni í tví­gang

Tæplega sextugur karlmaður hlaut í vikunni þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær nauðganir og fyrir að taka þær upp. Maðurinn heitir Elmar Örn Sigurðsson, en brotin áttu sér stað í janúar og september 2017.

Innlent