Innlent

Ár­mann Leifs­son nýr for­seti Röskvu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Nýkjörin stjórn Röskvu.
Nýkjörin stjórn Röskvu. Röskva

Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Hinn árlegi aðalfundur Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, var haldinn í gær miðvikudagskvöld í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbæ. Þar var kjörin ný stjórn hreyfingarinnar til eins árs.

Í tilkynningu segir að Ármann hafi verið virkur í félagslífi og stúdentapólitík um nokkurt skeið og hafi meðal annars verið kosningastjóri Röskvu í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs HÍ.

„Ég vil skemmtilega Röskvu sem heldurgóðu jafnvægi millistemmingar og málefna.Við ætlum að haldaáfram að vera valdeflandi vettvangur fyrir öll þau sem viljaleggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jöfnuði og bættri stöðu stúdenta,“ er haft eftir Ármanni í tilkynningu.

María Björk, nýr oddviti í Stúdentaráði, leggur áherslu á að Röskva haldi áfram að vera hreyfing allra stúdenta og haldi áfram að sinna raunverulegri hagsmunabaráttu.

„Jafnrétti til náms er og verður rauði þráðurinní allri stefnu Röskvu – það er kjarninn í því sem við stöndum fyrir og það sem sameinar okkur,“ segir María.

„Ný stjórn Röskvu tekur nú við keflinuaf fráfarandi stjórnog stefnir á kraftmikið starfsármeð áherslu á málefnastarf, samstöðu og áframhaldandi baráttu fyrir réttindum stúdenta. Á fundinum var Maggi Snorra, fyrrum stúdentaráðsliði Röskvu, heiðraður með blómvönd fyrir hans framtak í hagsmunabaráttu stúdenta og fyrir störf hans í grasrót félagsins,“ segir í tilkynningu Röskvu.

Ný stjórn Röskvu er eftirfarandi:

  • Ármann Leifsson, forseti
  • Soffía Svanhvít Árnadóttir, varaforseti
  • Hekla Jónsdóttir, ritari
  • Helgi James Price, gjaldkeri
  • ValeriaBulatova,ritstýra
  • Auður Aþena Einarsdóttir, markaðsstýra
  • Ríkharður Daði Ólafsson, skemmtanastjóri
  • ÞorbjörgEddaValdimarsdóttir, kynningarstýra
  • Katla Ólafsdóttir, kosningastýra
  • Abdullah Arif, alþjóðafulltrúi
  • Styrmir Hallsson, meistarafulltrúi
  • Jón Karl Ngoshanthiah Karlsson, meðstjórnandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×