Innlent

Seðla­banka­stjóri á­nægður með tóninn í kjara­við­ræðum

Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu.

Innlent

Á­kveðnar sprungur mögu­lega varð­veittar

Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn.

Innlent

Á­fram verði „stórt gat“ í rekstri fjöl­margra bænda

Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta.

Innlent

Gróðureldar um allan heim og asahláka á allra vörum

Árið byrjaði eins og það síðasta endaði: Með mestu kuldatíð í manna minnum. Svo tók við hin margumtalaða asahláka, sem setti samfélagið á Suðvesturhorni landsins nánast á hliðina. Svo var vont veður og lægðir fram á sumar og fjöldamörg snjóflóð féllu á Austfjörðum.

Innlent

Segja ís­lensk stjórn­völd „í kappi að botninum“

Íslensk félagasamtök og hagsmunaaðilar segja íslensk stjórnvöld vera „í kappi að botninum“ og að ef verði af fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á lögum um útlendinga stefni íslensk stjórnvöld að því að verða „lægsti samnefnari réttinda flóttafólks á Norðurlöndum“.

Innlent

Þrettán starfs­­menn fylgdu um 180 Venesúela­búum heim

Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex.

Innlent

„Stór­kost­legt á­hyggju­efni“

Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni.

Innlent

Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt

Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út.

Innlent

„Mjög þungt högg fyrir Akur­eyri“

Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum.

Innlent

Ríkið verði að sýna á spilin

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga.

Innlent

Sagður hafa hlaupið inn í brennandi húsið í leit að vini sínum

Maðurinn sem lést í bruna í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík í síðustu viku, er sagður hafa komist út úr húsnæðinu eftir að eldurinn kviknaði, en hafi hlaupið aftur inn í brennandi húsið til að leita að vini sínum. Vinurinn hafði hins vegar náð að koma sér sjálfur út. Maðurinn lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. 

Innlent

Af­drifa­ríkar átta vikur fram­undan

Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 

Innlent