Kannast ekki við að vera látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 11:15 Jakob R. Möller kannast ekki við að vera látinn. Eða, það væri þá sérstakt að hann væri í síma að spjalla við blaðamann Vísis og búinn að geispa golunni. Slíkt gerist bara á miðilsfundum. vísir/vilhelm Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“ Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“
Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira