Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Innlent 16.3.2025 21:21 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Innlent 16.3.2025 21:21 Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Innlent 16.3.2025 21:02 Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Íslenska ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu fyrir meðferðarheimili sem reyndist ónothæft. Heimilið var opnað af þáverandi barnamálaráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar. Innlent 16.3.2025 20:40 Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins. Innlent 16.3.2025 20:07 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02 Tveir handteknir vegna líkamsárása Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus. Innlent 16.3.2025 18:27 Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.3.2025 18:02 Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. Innlent 16.3.2025 17:52 Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innlent 16.3.2025 14:05 Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Innlent 16.3.2025 13:52 „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. Innlent 16.3.2025 13:20 Gripið verði inn í strax í leikskóla Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla. Innlent 16.3.2025 12:04 Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. Innlent 16.3.2025 12:01 Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun og lagt hefur verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi. Innlent 16.3.2025 11:58 Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 16.3.2025 11:48 Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.3.2025 09:30 Hótað með hníf og rændur í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þar var árásarþola hótað með hníf á meðan ránið var framið. Lögreglan segir málið í rannsókn. Innlent 16.3.2025 08:00 Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum. Innlent 15.3.2025 23:24 Áreitið hafði mikil áhrif Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Innlent 15.3.2025 21:11 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Innlent 15.3.2025 20:05 Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Innlent 15.3.2025 19:22 Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12 Hundrað manns ræddu umhverfismálin Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar. Innlent 15.3.2025 14:42 Rannsókninni miðar vel áfram Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur. Innlent 15.3.2025 13:21 Svört skýrsla komi ekki á óvart Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Innlent 15.3.2025 12:54 Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Innlent 15.3.2025 12:17 Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.3.2025 11:46 Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Innlent 15.3.2025 11:08 Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Innlent 15.3.2025 10:10 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Innlent 16.3.2025 21:21
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Innlent 16.3.2025 21:21
Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Innlent 16.3.2025 21:02
Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Íslenska ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu fyrir meðferðarheimili sem reyndist ónothæft. Heimilið var opnað af þáverandi barnamálaráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar. Innlent 16.3.2025 20:40
Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins. Innlent 16.3.2025 20:07
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02
Tveir handteknir vegna líkamsárása Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus. Innlent 16.3.2025 18:27
Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.3.2025 18:02
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. Innlent 16.3.2025 17:52
Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innlent 16.3.2025 14:05
Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Innlent 16.3.2025 13:52
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. Innlent 16.3.2025 13:20
Gripið verði inn í strax í leikskóla Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla. Innlent 16.3.2025 12:04
Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. Innlent 16.3.2025 12:01
Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun og lagt hefur verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi. Innlent 16.3.2025 11:58
Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 16.3.2025 11:48
Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.3.2025 09:30
Hótað með hníf og rændur í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þar var árásarþola hótað með hníf á meðan ránið var framið. Lögreglan segir málið í rannsókn. Innlent 16.3.2025 08:00
Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum. Innlent 15.3.2025 23:24
Áreitið hafði mikil áhrif Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað. Innlent 15.3.2025 21:11
16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Innlent 15.3.2025 20:05
Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Innlent 15.3.2025 19:22
Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12
Hundrað manns ræddu umhverfismálin Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar. Innlent 15.3.2025 14:42
Rannsókninni miðar vel áfram Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur. Innlent 15.3.2025 13:21
Svört skýrsla komi ekki á óvart Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Innlent 15.3.2025 12:54
Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Innlent 15.3.2025 12:17
Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.3.2025 11:46
Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Innlent 15.3.2025 11:08
Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Innlent 15.3.2025 10:10