Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 14:03 Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Vísir/Arnar Dóttir Möggu Stínu er í áfalli yfir því að ísraelski sjóherinn hafi handtekið móður hennar þrátt fyrir að hún hafi vitað að handtaka væri mögulega yfirvofandi. Þetta sé veruleiki sem hún eigi erfitt með að meðtaka og því biðlar hún til stjórnvalda að fordæma handtökuna og að koma móður hennar heim sem allra fyrst. Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira