Erlent

Fréttamynd

21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico

Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu ára stjórn sósíal­ista í Bólivíu á enda

Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir vopna­hlé enn í gildi á Gasa

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins.

Erlent
Fréttamynd

Louvre-safni lokað vegna ráns

Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna ráns í húsakynnum þess. Níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons voru teknir. Einn þeirra er þegar fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Do­netsk

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa boðið frið í skiptum fyrir fulla stjórn yfir Donetsk héraði í austanverðri Úkraínu. Önnur hernumin svæði eins og Luhansk, væri hann tilbúinn að gefa eftir.

Erlent
Fréttamynd

Gríðar­legur fjöldi á No Kings mót­mælunum

Búist er við að milljónir manna flykkist út á götur bandarískra borgra til að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Donald Trumps. Samtökin No Kings eru að baki mótmælunum en þau héldu einnig gríðarstór mómtæli í júní.

Erlent
Fréttamynd

Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska

Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi.

Erlent
Fréttamynd

Segir herinn til­búinn að verjast inn­rás

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segist vera að senda hermenn að ströndum Karíbahafsins og kalla út milljónir manna í varalið, vegna ógnunar frá hernaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu. Hann er sagður hafa boðið Bandaríkjamönnum að hann myndi stíga til hliðar á næstu árum en því boði mun hafa verið hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps á­kærður

John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum.

Erlent