Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 07:09 Fundurinn í Hvíta húsinu á föstudaginn er sagður hafa verið erfiður og hvorugur aðili gengið sáttur frá borði. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að gefa eftir land til þess að ná fram friði í Úkraínu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu á föstudaginn. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum en sendinefndin úkraínska er sögð hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn. Selenskí hafði vonast til þess að sannfæra Trump um að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar, sem þeir hugðust nota til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Bandaríkjamenn höfðu gefið í skyn að þeir væru mögulega á þeim skónum en hafa síðan dregið í land. Erlendir miðlar hafa greint frá því að einu sinni sem oftar hafi Trump breytt um stefnu eftir að hafa átt samtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en þeir ræddu saman á fimmtudag. Eftir það samtal sagði Trump um Tomahawk flaugarnar að Bandaríkjamenn mættu ekki við því að missa þær frá sér. Reuters segir fund Trump og Selenskí hafa verið erfiðan og að fyrrnefndi hafi blótað nokkuð og þrýst á Selenskí um að gefa eftir kröfum Rússa. Heimildarmenn miðilsins segjast hafa upplifað að Pútín hafi tekist að hafa áhrif á Trump hvað þetta varðar en Rússlandsforseti hafi stungið upp á því að Úkraína gæfi eftir Donetsk og Luhansk gegn því að Rússar færu frá Zaporizhzhia og Kherson. Eftir fund sinn með Selenskí hvatti Trump opinberlega til þess að aðilar gerðu vopnahlé og festu framlínuna eins og hún væri, í bili. Trump er sagður hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri fýsilegasta niðurstaðan, eftir að Selenskí neitaði að gefa eftir land. Þess bera að geta að Trump neitaði því í gær að hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir allt Donbas svæðið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum en sendinefndin úkraínska er sögð hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn. Selenskí hafði vonast til þess að sannfæra Trump um að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar, sem þeir hugðust nota til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Bandaríkjamenn höfðu gefið í skyn að þeir væru mögulega á þeim skónum en hafa síðan dregið í land. Erlendir miðlar hafa greint frá því að einu sinni sem oftar hafi Trump breytt um stefnu eftir að hafa átt samtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en þeir ræddu saman á fimmtudag. Eftir það samtal sagði Trump um Tomahawk flaugarnar að Bandaríkjamenn mættu ekki við því að missa þær frá sér. Reuters segir fund Trump og Selenskí hafa verið erfiðan og að fyrrnefndi hafi blótað nokkuð og þrýst á Selenskí um að gefa eftir kröfum Rússa. Heimildarmenn miðilsins segjast hafa upplifað að Pútín hafi tekist að hafa áhrif á Trump hvað þetta varðar en Rússlandsforseti hafi stungið upp á því að Úkraína gæfi eftir Donetsk og Luhansk gegn því að Rússar færu frá Zaporizhzhia og Kherson. Eftir fund sinn með Selenskí hvatti Trump opinberlega til þess að aðilar gerðu vopnahlé og festu framlínuna eins og hún væri, í bili. Trump er sagður hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri fýsilegasta niðurstaðan, eftir að Selenskí neitaði að gefa eftir land. Þess bera að geta að Trump neitaði því í gær að hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir allt Donbas svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira