Erlent

Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessir píramídar prýða safnið að utan og er jafnvel hægt að gægjast inn.
Þessir píramídar prýða safnið að utan og er jafnvel hægt að gægjast inn. EPA

Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna þjófnaðar í húsakynnum þess. 

Þetta staðfestir Rachida Dati, menningarráðherra Frakklands, í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

„Þjófnaður átti sér stað í morgun þegar Louvre safnið var opnað. Enginn er slasaður. Ég er á vettvangi með starfsmönnum safnsins og lögreglunni. Rannsókn stendur yfir,“ skrifar Dati.

Atvikið átti sér stað þegar safnið var opnað klukkan níu að staðartíma eða klukkan sjö á íslenskum tíma.

Safninu hefur því verið lokað en stendur á X að safnið sé lokað vegna einstakra ástæðna. Ekki liggur fyrir hverju var stolið en fjöldi listaverka á heima á safninu, þar á meðal hin heimsfræga Mona Lisa.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×