Handbolti

Íslenskir dómarar á EM

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson verða á ferðinni á Evrópumótinu í handbolta í janúar. Þeir eru á meðal 18 dómarapara frá jafnmörgum löndum sem dæma á mótinu.

Handbolti

Ómar Ingi hefur markakóngsvörnina vel

Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í handbolta í Þýskalandi í kvöld. Fimm Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Ómar Ingi Magnússon, markakóngur síðustu leiktíðar, stóð upp úr.

Handbolti

Dramatískt jafntefli í Íslendingaslag

Þýska úrvalsdeildin í handbolta hófst í dag með fimm leikjum og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo gerðu 26-26 jafntefli gegn Íslendingaliði Melsungen. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk.

Handbolti

Aron skoraði þrjú í stórsigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Aalborg unnu í dag átta marka sigur þegar að Ringsted kíkti í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 38-30 og Aron skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn.

Handbolti

Sigvaldi og félagar með stórsigur

Sigvaldi Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur gegn Gwardia Opole í pólsku deildinni í handbolta. Lokatölur 40-24, og Kielce hefur nú unnið báða leiki sína í byrjun tímabils.

Handbolti

Lík­legast að ein­vígið fari fram í Kósovó

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta KHF Istogu, landsmeisturum Kósovó, í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í handbolta. Liðin mætast tvívegis um miðjan septembermánuð og stefnir allt í að báðir leikirnir fari fram í Kósovó.

Handbolti

Viktor Gísli og félagar áfram eftir risasigur

GOG frá Danmörku, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, vann öruggan ellefu marka sigur, 36-25, á stórliði Celje frá Slóveníu í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Liðið fór þannig áfram í næstu umferð.

Handbolti

Valsmenn unnu fyrri leikinn í Króatíu

Góð frammistaða í fyrri hálfleik var grunnurinn að fjögurra marka sigri Vals, 22-18, á Porec frá Króatíu í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Liðin mætast í síðari leiknum á morgun.

Handbolti