
Handbolti

HSÍ mun ekki aðhafast í máli Britney Cots
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, mun ekki aðhafast frekar í máli Britney Cots, leikmanns FH í Olís-deild kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 22-27 | ÍR-ingar héngu í Mosfellingum í 50 mínútur
ÍR-ingar eru enn stigalausir í Olís-deild karla eftir fimm marka tap gegn Aftureldingu í kvöld.

Þrándur Gíslason Roth: Ég þarf að árétta eða rétta nokkrar alhæfingar
Þrándur Gíslason Roth, leikmaður Aftureldingar, var ánægður eftir sigur á ÍR í kvöld. Jafn leikur fram á 50. mínútu en þá gáfu Afturelding í og unnu leikinn, 22-27.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Selfoss 27-25 | Framarar slökktu í Selfyssingum
Fram varð fyrsta liðið til að leggja Selfoss að velli í Olís-deild karla á þessu ári í kvöld.

Sebastian: Það sem við ætluðum að gera á móti Haukum virkar líka á Selfoss
Sebastian Alexandersson og hans lærisveinar í Fram unnu stórkostlegan sigur á heitu liði Selfoss. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu og var það krafturinn og viljinn í Fram liðinu sem landaði stigunum tveimur að lokum.

Sigvaldi með tvö mörk í sigri Kielce
Sigvaldi Björn Guðjónsson var á sínum stað í liði Kielce í pólska handboltanum í dag.

Arnar Daði: Hundsvekktur og fúll, pirraður og leiður
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Þór í nýliðaslag Olís-deildar karla í handbolta í dag.

Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli
Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grótta 18-17 | Þór hafði betur í dramatískum nýliðaslag
Þórsarar höfðu betur gegn Gróttu með minnsta mun í nýliðaslag í Höllinni á Akureyri í dag.

Íslendingalið Kristianstad vann góðan útisigur
Íslensku handboltamennirnir Ólafur Guðmundsson og Teitur Einarsson voru á sínum stað í liði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Viggó fór á kostum gegn landsliðsþjálfaranum og Ómar gerði ellefu mörk
Fimm leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Alexander Petersson lék ekki með Flensburg er liðið vann sjö marka sigur á Hannover-Burgdorf, 33-26 í fyrsta leik dagins. Flensburg er á toppi deildarinnar með 27 stig, fjórum stigum á undan Rhein-Neckar Löwen.

Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór
KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum.

Leikmenn ÍBV gagnrýna fréttaflutning: Hissa á lágkúrulegri umfjöllun
Leikmenn Olís-deildar liðs ÍBV furða sig á umfjöllun fjölmiðla um ásakanir Britney Cots, leikmanns FH, í garð þjálfara Eyjakvenna.

Lærisveinar Aðalsteins tylltu sér í toppsætið með stórsigri
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði liði sínu, Kadetten Schaffhausen, til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Arnar Birkir tryggði Aue nauman sigur
Arnar Birkir Hálfdánsson tryggði Íslendingaliði Aue góðan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun
Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Steinunn: Þetta var frábær upplifun
Steinunn Björnsdóttir átti stórleik þegar Fram vann Val, 30-22, í Safamýrinni í dag. Hún skoraði átta mörk og lék að venju vel í vörninni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-22 | Dæmið klárað í fyrri hálfleik
Fram vann öruggan sigur á Val, 30-22, í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í dag. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði nítján mörk gegn aðeins átta mörkum Vals.

„Mál Britney Cots er á borði HSÍ”
Haukar gengu frá FH í nágrannaslag í Hafnafirði í dag. Haukar tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 33-19. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum
Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka.

Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum
Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn.

Elliði Snær með þrjú mörk er Gummersbach minnkaði forskot Hamburg
Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í sjö marka sigri Gummarsbach gegn Konstanz á útivelli í þýsu B-deildinni í handbolta.

Sjö íslensk mörk í sigri Kristianstad | Viktor Gísli og félagar með öruggan sigur
Íslendingalið Kristianstad vann góðan sex marka sigur á Aranas, 28-22, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. GOG vann öruggan útisigur á Kolding, 36-27, og Skjern tapaði gegn Lemvig á útivelli, 35-31.

Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni
Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 18-28 | Öruggt hjá Selfyssingum gegn botnliðinu
Selfyssingar sóttu sigur í Austurberg þegar liðið mætti ÍR, í frestuðum leik Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur leiksins, 18-28.

Brösugur sigur hjá Börsungum í Zagreb | Kielce tapaði í Hvíta-Rússlandi
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru hreint út sagt óstöðvandi á þessari leiktíð og vann liðið enn einn leikinn í kvöld. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Kielce sem tapaði gegn Meshkov Brest. Um var að ræða leiki í Meistaradeild Evrópu.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 26-23 | Heimamenn með sigur í hörkuleik
Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð á meðan Afturelding hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum sem hafa báðir verið á heimavelli.

Þrír sigrar og eitt tap hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi í kvöld
Fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Balingen-Weilstetten vann Coburg, 34-26. Melsungen vann Essen, 35-28, Bergischer vann Minden 36-29 en Stuttgart tapaði á heimavelli gegn Ludwigshafen, 26-29.

Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið
Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar.

KA áfram í bikarnum eftir sigur á grönnunum
KA er komið áfram í sextán liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 26-23 sigur á grönnum sínum í Þór er liðin mættust í Höllinni á Akureyri í kvöld.