Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-24 | Valur lagði Fram í fyrsta stórleik tímabilsins
Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24.

FH riftir samning sænska leikstjórnandans
Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 24-24 | Meistararnir björguðu jafntefli í blálokin
Íslandsmeistararnir svo gott sem stálu stigi gegn KA á heimavelli í kvöld, lokatölur 24-24.

Íslendingalið Kristianstad taplaust á toppnum
Íslendingalið Kristianstad hefur farið einkar vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Önnereds í kvöld með 13 marka mun, 33-20.

Gunnar og Rúnar sáu til að Ribe-Esjberg landaði loks sigri
Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson sáu til þess að Ribe-Esjberg landaði sigri gegn Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá léku Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir með Vendsyssel sem mátti þola tveggja marka tap.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda
Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur.

Valur með talsvert meira fjármagn en við
Valur pakkaði ÍR saman í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Breiðhyltinga en 19 marka sigur Vals var ekki eitthvað sem sérfræðingarnir sáu fyrir.

Hversu hátt getur Krían flogið?
Kría er annað tveggja nýrra liða í Grill-66 deildinni í handbolta. Deildin fer af stað í kvöld og eina spurningin er hversu hátt getur Krían flogið?

Þrír leikir í 32 liða úrslitum
Það verða aðeins þrír leikir í 32 liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta en þar af eru tveir stórleikir.

Sjáðu lokaandartökin í háspennuleikjum í Olís deildinni í gær
Helstu atvikin og viðtöl eftir leikina þrjá í Olís-deild karla í handbolta í gær má sjá hér á Vísi.

Arnar Daði: Ég er ekki að fara að skáka og máta Patta og Aron Kristjáns
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari nýliða Gróttu í Olís-deild karla, var svekktur með jafntefli sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld.

Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann
Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins.

Umfjöllun og viðtöl Þór - FH 19-24 | Góður lokakafli tryggði FH sigur fyrir norðan
Þór tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum undir „eigin“ merkjum síðan 2006. FH vann fimm marka sigur í kvöld, 24-19 en bæði lið töpuðu í 1. umferðinni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 27-27 | Fram bjargaði stigi á síðustu stundu
Þunnskipaðir Mosfellingar hefðu viljað taka bæði stigin gegn Fram í Safamýrinni í kvöld en heimamenn jöfnuðu metin úr vítsakasti undir lok leiks. Lokatölur 27-27 og eitt stig á lið verður því að duga að þessu sinni.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-25 | Jafnt á Seltjarnarnesi
Grótta og Stjarnan deildu á milli sín stigunum eftir leik kvöldsins en þau gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handbolta.

Aron lék í öruggum sigri Barcelona | Óðinn Þór skoraði fjögur
Aron Pálmarsson var á sínum stað í liði spænska stórliðsins Barcelona er liðið vann góðan sigur í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Óðinn Þór Ríkharðsson var einnig í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni.

Flensburg stal sigrinum af Íslendingaliðinu undir lokin
Íslendingalið Vive Kielce mátti þola svekkjandi tap gegn Flensburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá skoraði Óskar Ólafsson fjögur í norsku úrvalsdeildinni.

Dreymir um að komast út á völl og spila handbolta að nýju
Svava Kristín ræddi við landsliðsmarkvörðinn Hafdísi Renötudóttur en hún hefur ekki snúið aftur á völlinn eftir að hafa fengið höfuðhögg í sumar.

Elvar Örn fór mikinn í góðum bikarsigri Skjern
Elvar Örn Jónsson fór mikinn í liði Skjern er það lagði SønderjyskEaf velli danska bikarnum með sex marka mun, 33-27. Þá lék Sveinn Jóhannsson með liði SønderjyskE.

Flestar úr Fram í landsliðshópnum
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis.

Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn
Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands.

Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar.

Birna fékk skot í höfuðið: „Mér finnst þetta stórhættulegt“
„Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er hræðilegt og ég vona að það sé í lagi með Birnu,“ segir Sigurlaug Rúnarsdóttir sem vill breyta fyrirkomulagi aukakasta í lok handboltaleikja.

Eyþór ekki með ÍR fyrr en eftir áramót
Lið ÍR í Olís deild karla í handknattleik varð fyrir áfalli rétt fyrir mót en nú er ljóst að Eyþór Vestmann mun ekki leika með liðinu fyrr en á næsta ári.

Guðmundur kom sérfræðingunum á óvart: Langbestur af þeim sem komu heim
„Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina.

Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar
Nýliðarnir í liði Þór frá Akureyri fóru illa með lokasókn sína í Mosfellsbænum, sókn sem hefði getað fært þeim eitt stig út fyrsta leik.

„Þetta er galið rautt spjald“
Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft.

Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK
Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum.

Ólafur bestur í tveggja marka sigri
Íslendingalið Kristianstad vann öflugan sigur í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þar sem liðið atti kappi við Malmö.

Snorri Steinn: Eflaust góður sjónvarpsleikur
Þjálfari Vals var mun ánægðari með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum gegn FH en í þeim fyrri.