
Handbolti

Skýrsla Vals: Særindi og stolt
Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði.

Frakkland áfram með fullt hús stiga í milliriðil
Frakkland vann Slóveníu með fjögurra marka mun í uppgjöri toppliða D-riðils, sama riðli og Ísland var í á HM kvenna í handbolta. Ísland og Angóla gerðu jafntefli fyrr i kvöld sem þýðir að Ísland leikur um Forsetabikarinn.

„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“
Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands.

Lærisveinar Ólafs áfram sem fastast á botninum
Þýska B-deildarliðið Aue, lærisveinar Ólafs Stefánssonar, sitja áfram sem fastast á botni deildarinnar eftir tap í kvöld.

„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“
„Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar.

„Maður tekur út úr reynslubankanum seinna meir“
Díana Dögg Magnúsdóttir var gríðarlega svekkt eftir jafntefli Íslands og Angóla í dag en Ísland var grátlega nálægt því að fara í milliriðil heimsmeistaramótsins.

„Finn til með stelpunum sem lögðu ótrúlega mikið í þennan leik“
„Þetta er það,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands eftir súrt jafntefli við Angóla á HM kvenna í handbolta. Jafnteflið þýðir að Ísland er á leið í Forsetabikarinn en sigur hefði komið liðinu í milliriðil.

Japan í milliriðil eftir stórsigur á Íran
Japan er komið í milliriðil HM kvenna í handbolta þökk sé 32 marka sigri á Íran. Argentína og Kamerún tryggðu sér einnig sæti í milliriðli í kvöld.

Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit.

„Ég hef fulla trú“
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, segir leikmenn mæta vel undirbúna til leiks við Angóla í dag. Hann hefur trú á því að íslenska liðið geti unnið og tryggt þannig sæti í milliriðli.

„Maður fær bara gæsahúð“
Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli.

„Þetta eyðileggur handboltann“
Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur.

„Hálfsvekkt að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana“
Thea Imani Sturludóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í dag. Sæti í milliriðli er undir.

„Ég held það sé ekkert annað í boði“
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli.

„Losna aldrei við hann“
Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins.

„Við þurfum að breyta þessu“
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum.

Óstöðvandi Norðmenn
Ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar Noregs héldu öruggri sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þær unnu Suður-Kóreu 33-23.

Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“
Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt.

Andri og Viggó atkvæðamestir í öruggum sigri
Rúnar Sigtryggsson stýrði Íslendingaliðinu Leipzig til 20-19 sigurs á Erlangen í spennandi og mjög kaflaskiptum leik. Viggó Kristjánson leiddi markaskorun Leipzig með 8 mörk, Andri Már Rúnarsson fylgdi honum eftir með 5 mörk.

Ómar og Janus skoruðu níu í Íslendingaslag
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason skoruðu samtals níu mörk er Magdeburg vann góðan tveggja marka sigur gegn Gummersbach í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-30.

Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031.

Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið
Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur.

FH áfram þrátt fyrir tap
FH er komið áfram í Evrópubikarnum í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Bocholt frá Belgíu í dag, lokatölur 36-33. FH vann fyrri leik liðanna stórt og er því komið áfram.

Slóvenía ekki í vandræðum með Angóla
Slóvenía vann Angóla með sex marka mun í D-riðli HM kvenna í handbolta og er þar af leiðandi með fullt hús stiga líkt og Frakkland sem vann Ísland í dag. Angóla og Ísland eru án stiga.

Mjög sáttur við þessa tvennu og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn úti
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigur liðsins gegn úkraínsku meisturunum í HC Motor í Evrópubikarnum í handbolta. Valur vann sterkan sigur í fyrri leik liðanna ytra og kláraði svo einvígið sannfærandi hér í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Motor 33-28 | Valsmenn örugglega áfram
Valur tók á móti úkraínska liðinu HC Motor í 3. umferð Evrópubikarsins. Valur var fyrir leikinn í ágætis stöðu eftir að hafa unnið fyrri leikinn með fjórum mörkum ytra. Svo fór að lokum að Valur vann góðan fimm marka sigur 33-28 og verður því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.

„Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta“
Hildigunnur Einarsdóttir spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag fyrir Íslands hönd þegar liðið beið lægri hlut gegn Frökkum, 22-31, á HM í handbolta.

Vítabaninn Elín Jóna: „Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni?“
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti magnaðan leik er Ísland tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld. Hún kveðst fara sátt á koddann.

„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“
„Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0.

Umfjöllun: Ísland - Frakkland 22-31 | Ólympíumeistararnir of stór biti
Ísland mætti Ólympíumeisturum Frakka í öðrum leik sínum á HM í handbolta í Stafangri í Noregi og biðu lægri hlut gegn feiknasterku liði þeirra. Lokatölur 22-31 í leik sem Frakkland hafði alltaf yfirhöndina.