Körfubolti

„Hann er ansi dýr vatns­beri“

Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla hafa verið í vandræðum og eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir framlag Bandaríkjamannsins Jacob Calloway í síðustu leikjum.

Körfubolti

Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld

Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik.

Körfubolti

Um­fjöllun, myndir og við­töl: Grinda­vík - Valur 98-67 | Grind­víkingar rassskelltu toppliðið

Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Körfubolti

Luka-laust Dallas gætið endað í um­spili

Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Körfubolti

Maté: At­vinnu­mennirnir gáfust upp í á­hlaupi Hattar

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum.

Körfubolti

Um­fjöllun og við­töl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir á­fram að úr­slita­keppninni

Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum.

Körfubolti

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti