Lífið

Gagn­rýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag.

Lífið

Martha Stewart fór á stúfana á Ís­landi með Dor­rit

Martha Stewart, at­hafna­kona og sjón­varps­drottning, var stödd á Ís­landi um helgina en virðist nú vera komin til Græn­lands ef marka má sam­fé­lags­miðla. Hún fór á stúfana með Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og heim­sóttu þær ýmis fyrir­tæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu.

Lífið

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Lífið

Ákvað að börnin myndu ekki missa mömmu sína líka

„Það skiptir mig miklu máli að reyna að hafa skaðann eins takmarkaðann og hægt er eftir slíkan harmleik,“ segir fjárfestirinn, Drífa Björk Linnet ekkja Haraldar Loga Hrafnkelssonar. Hún hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka líf sitt.

Lífið

Tryllt orma­keppni í stór­af­­mæli Kalla

Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, fagnaði fimmtugs afmæli sínu um helgina sem leið. Í tilefni þess hélt eiginkona hans, Tobba Marinós, fjölmiðlakona og frumkvöðull, glæsilega veislu honum til heiðurs. 

Lífið

Stjörnulífið: Nekt í Hvammsvík og Manuela aftur á föstu

Sól, rómantík og útivist einkenndi liðna viku hjá stjörnum landsins. Leikkonan Aldís Amah Hamilton baðaði sig í náttúrulaug á Evuklæðunum í Hvammvík. Afrekshlaupakonan Mari Jaersk tók þátt í utanvegahlaupinu, Tindahlaupið í Mosfellsbæ þar sem hún bar sigur úr bítum og varð Tindahöfðingi.

Lífið

Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt

Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi?

Lífið

Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri?

„Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga.

Lífið

Kubbaði Eif­­fel­turn úr tíu þúsund og einum kubbi

Gestum og gangandi gafst tækifæri á að skoða einstakt Legosafn í bílskúr á Seltjarnarnesi í tilefni af Bæjarhátíð. Eigandi safnsins segir fullorðna fólkið oft mun áhugasamara um safnið en þau sem yngri eru. Safnið telur yfir 500 Legosett, það elsta frá um 1940 og þau nýjustu glæný. 

Lífið

Ókeypis kjötsúpa á Hvolsvelli í dag

Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins.

Lífið

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið

Langvían Moli í Vestmannaeyjum heldur að hann sé lundi

Starfsfólk Sea Life Trust safnsins í Vestmannaeyjum eru í vandræðum með langvíu á safninu, sem heldur að hún sé lundi. Ástæðan er sú að starfsfólkið hefur farið með hana átta sinnum út á sjó til að freista þess að sleppa henni en hún kemur alltaf aftur og býður við dyr safnsins þegar starfsfólk mætir til vinnu á morgnana og heimtar að koma inn.

Lífið

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið

„Þetta lag fjallar um kyn­líf“

Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. 

Lífið