Lífið

Mur­doch kominn með nýja upp á arminn

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Lífið

Fljúgandi furðuhlutur í Grímsnesi

Einkennilegt myndband náðist með dyrabjöllumyndavél í sumarbústað í Grímsnesi. Eigandinn segist hafa rætt við ýmsa fræðimenn sem botna ekkert í fljúgandi furðuhlut sem sést á myndbandinu.

Lífið

Miðbæjarperla Jarlsins til sölu

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914.

Lífið

Beyoncé óski ekki eftir nýjum klósett­setum

Móðir Beyoncé segir að ekkert sé til í orðrómi um að dóttir sín vilji fá sínar eigin klósettsetur þegar hún er á tónleikaferðalagi. Hugmyndin um að óska eftir sérstökum klósettsetum er að hennar sögn „of mikið.“

Lífið

Full Hou­se-stjarna hefur eignast sitt fyrsta barn

Bandarískir fjölmiðlar segja Full House-stjörnuna og tískumógúlinn Ashley Olsen hafa eignast sitt fyrsta barn fyrir nokkrum mánuðum. Olsen og eiginmaður hennar, Louis Eisner, eru sögð hafa farið leynt með óléttuna.

Lífið

Uppselt í hálfmaraþon og landsmenn í áheitahug

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram á laugardaginn kemur, hefur farið fram úr björtustu vonum mótshaldara. Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eftir í heilmaraþonið, 10 kílómetra hlaupið og Skemmtiskokkið.

Lífið

Söng­leikja­höfundurinn Tom Jones látinn

Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu.

Lífið

Tryllti lýðinn með Tinu Turner

Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra.

Lífið

Hleypur ber­brjósta með kú­reka­hatt

Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi.

Lífið

Könnuðust við gæjann á hjólinu

Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.

Lífið

Hægt að mynda „hvaða stjórn sem er“ með „bögg­les“

Mikill meiri­hluti lands­manna ber nafn snakksins Bugles fram sem „Bögg­les.“ Minni­hluti notar enskan fram­burð og kallar það „Bjúgels“ á meðan enn minni hluti lands­manna kallar það „Bugles.“ Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar. Stjórn­mála­fræðingur segir stuðningsmenn allra flokka á Íslandi sammála um framburðinn.

Lífið

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið