Lífið

Febrúarspá Siggu Kling - Tvíburi

Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið svolítið eins og í kafsundi undanfarinn mánuð og þú hefur ekki alveg gefið þér tíma til þess að anda og að vera til, en það mikilvægasta sem þú gerir er einmitt að bara að vera. Þegar ég var töluvert yngri en ég er í dag stóð setningin „To be“ á bílnúmerinu mínu og það er akkúrat það sem ég meina.

Lífið

„Það var ekkert sem tók við, hann dó um leið“

„Ég er meira og meira að reyna að hugsa um tímana sem við áttum með honum áður en hann greindist með hjartagallann. Það var yndislegur tími, og eitthvað svo saklaus. Og ég sakna pínu sakleysisins, að upplifa þessa saklausu hamingju,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir. 

Lífið

Gameveran fær góðan gest

Gameveran Marín fær góðan gest til sín í kvöld. Það er Odinzki og saman ætla þau að spila hinn gífurlega vinsæla leik Portal 2 og jafnvel fleiri leiki.

Leikjavísir

Í skýjunum eftir ó­vænta Hollywood-heim­sókn

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla.

Lífið

„Ég vildi bara prófa eitt­hvað öðru­vísi”

Hin breska Caitlin Krause hefur vakið töluverða athygli hér á landi fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ice Cold Catch sem sýndir eru á Stöð 2. Caitlin, sem er 27 ára gömul, yfirgaf starf sitt sem skipsþerna á ofursnekkju í Miðjarðarhafinu til að freista gæfunnar á sjónum við strendur Íslands á línubátnum Páli Jónssyni.

Lífið

Fata­her­bergi sem Kar­dashian systur væru sáttar með

Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 

Lífið

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi

Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Lífið

Björk seldi í­búðina í Brook­lyn fyrir 768 milljónir

Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina.

Lífið

Bæta kynlífið með dáleiðslu

„Með dáleiðslu getur fólk aukið næmni allra skynfæra. Við eigum auðveldara með að finna, heyra og sjá og njótum þar af leiðandi kynlífs betur, upplifunin verður meiri,“ útskýrir Jón Víðis Jakobsson, einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari dáleiðsluskólans Hugareflingar.

Lífið samstarf

Ruglaði saman Bubba byggi og Bubba Morthens

Gústi B fékk Idol keppendur í skemmtilegan leiklistarleik í síðasta þætti. Þar þurftu þau að túlka kvikmyndatitla með látbragði. Keppnisskapið var augljóslega meira hjá sumum keppendum en öðrum.

Lífið

Ozzy Osbourne hættur að túra í bili

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.

Lífið