Lífið

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið

Heitasti plötu­snúður í heimi í Melabúðinni

Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Lífið

Emilíana Torrini ein­hleyp

Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Lífið

„Á erfitt með að gera mér í hugar­lund eitt­hvað rómantískara“

„Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur,“segir Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður um samband hennar og eiginmannsins, Sverris Bergmanns Magnússonar, tónlistarmanns og bæjarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ.

Makamál

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Lífið

Létu ævin­týrið loksins rætast í fiska­búrinu á X-inu

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Lífið

Krasinski er kynþokkafyllstur í ár

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn John Kras­inski er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Krasinski við keflinu af leikaranum Patrick Dempsey.

Lífið

Fólk fer of snemma af stað í næsta sam­band

Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband.

Lífið

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið

Stóð ekki á svörum um vand­ræða­legasta augna­blikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Lífið

Skað­legt geð­heilsunni að reyna að geðjast öðrum

Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt.

Menning

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp