Lífið

Sver af sér á­sakanir um fram­hjá­hald

Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig.

Lífið

For­eldrar eiga að vera leiðin­legir

Foreldrar eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja. Þetta segir Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur þessa dagana námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir feður ólíklegri til þess að segja nei og segir algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

Lífið

Salman Rushdie hlýtur verð­laun Hall­dórs Lax­ness

Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi.

Menning

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp

Þúsundir lítra af kjöt­súpu á Hvols­velli

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu.

Lífið

Hefur ekki lengur efni á bensíni

Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl.

Lífið

Fjöru­tíu blaða­mönnum boðið en enginn mætti

Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á.

Tónlist

Bangsar bjóða alla vel­komna

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Lífið

Kynda undir orð­róm um ástar­sam­band

Hollywood goðsagnirnar Meryl Streep og Martin Short virðast vera að stinga saman nefjum. Þau segja hinsvegar ekkert vera á milli þeirra en bandarískir slúðurmiðlar keppast við að flytja fregnir af því að vel hafi farið á með leikurunum á frumsýningu sjónvarpsþáttanna Only Murders in the Building.

Lífið

„Heppnasti maður í heimi“

Þjóðleikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnandi hjá Expectus fögnuðu bronsbrúðkaupi sínu í gær. Þetta kemur fram í færslu hjá Magnúsi á samfélagsmiðlum.

Lífið

Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis

Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu.

Lífið

Elísa­bet Gunnars á nýjum vett­vangi

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars.

Lífið

Ein­lægt augna­blik GDRN og Flóna

Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri.

Lífið

Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orð­róminn

Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. 

Tónlist

Flókið púslu­spil gekk upp og fjöl­skyldan fór til Síle

Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Lífið

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið

„Ég myndi gera allt fyrir hana“

Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra.

Lífið