Tónlist

Ís­lenskar stjörnur heiðra Bítlana

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Eyþór Ingi og Salka Sól eru meðal þeirra sem koma fram á Bítlatónleikum í Eldborg á sunnudag.
Eyþór Ingi og Salka Sól eru meðal þeirra sem koma fram á Bítlatónleikum í Eldborg á sunnudag. SAMSETT

Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg.

„Um liðna helgi fóru fram Bítla tónleikar í Hofi þar sem Salka Sól, Eyþór Ingi, Matti og Eyjólfur Kristjánsson sungu öll bestu lög Bítlana. Mikil stemning var í Hofi og gestir hæst ánægðir eftir frábæra kvöldstund,“ segir í fréttatilkynningu.

Bítlana þarf svo sem ólíklega að kynna en á þeim tíu árum sem þeir störfuðu gáfu þeir út þrettán stúdíóplötur og 213 lög en tuttugu þeirra náðu toppsæti bandaríska Billboard listans, sem er nokkuð sem enginn hefur leikið eftir.

Meðal tónlistarfólks sem stígur á stokk eru Eyjólfur Kristjánsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Salka Sól, Magni Ásgeirsson og Matti Matt.

Hljómsveit, sem er undir stjórn Þóris Úlfarssonar, er skipuð af Magnúsi Magnússyni, Stefáni Magnússyni, Einari Þór Jóhannssyni, Inga Birni Ingasyni, Kjartani Hákonarsyni og Vilhjálmi Guðjónssyni. Nánari upplýsingar má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.