Lífið

Sandy er komin með nýjan Danny

Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme.

Lífið

Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi

Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. 

Leikjavísir

Markéta Irglová sótti innblástur í Bridgerton

Tónlistarhjónin Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson gáfu á dögunum út plötuna LILA sem er þeirra önnur plata í fullri lengd saman. Hún er gefin út í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings en sjálf reka þau útgáfuna Masterkey Sounds.

Lífið

Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur.

Bíó og sjónvarp

Sprella með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld.

Leikjavísir

Svala Björgvins skein skært í Tónleikaveislu Bylgjunnar

Svala Björgvins kom fram á Tónleikaveislu Bylgunnar á Menningarnótt. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff deildi sviðinu með henni og tóku þau meðal annars lagið Wiggle Wiggle song, sem Svala samdi á sínum tíma og Haffi söng í undankeppni Eurovision árið 2008.

Tónlist

Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda

Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir.

Lífið

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

Lífið

Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins.

Tónlist

Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni.

Tónlist

Af hverju er alltaf svona vandræðalegt að syngja afmælissönginn?

„Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónas, hann á afmæli í dag.“ Höldum við áfram núna? er spurning sem vaknar í huga margra einmitt þegar þetta erindi klárast. Væri ekki hægt að komast að samkomulagi um eitt eða tvö erindi íslenska afmælissöngsins?

Menning

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun