Lífið

Alltaf að tala um barn­eignir

Hjónin Simon Biles og Jonathan Owens eru alltaf að tala um að eignast börn. Þetta segir bandaríska fimleikagoðsögnin sem segir þó að hún og eiginmaður hennar ætli ekki að láta af verða alveg strax.

Lífið

„Hatrið má ekki sigra“

Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður.

Lífið

Stjörnurnar streyma á Sól­heima

Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki.

Lífið

Til­einkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“

„Þetta lag skiptir mig svo miklu máli því það er svo persónulegt, þannig ég hlakka til að frumflytja það í kvöld en ég er líka smá stressuð,“ segir Helga Margrét Clarke söngkona. Helga samdi lag um nána manneskju í hennar lífi sem kom út sem trans fyrir tæplega ári síðan en lagið verður frumflutt í Gamla bíó í kvöld.

Tónlist

Frægasti skúrkur Ástralíu allur

Jack Karlson einn frægasti skúrkur Ástralíu er látinn 82 ára að aldri. Karlson var handtekinn árið 1991 og var handtakan tekin upp á myndband þar sem Karlson fór með sannkallaða eldræðu svo athygli vakti. Myndbandinu var hlaðið upp á netið árið 2009 og er fyrir löngu orðið ódauðlegt.

Lífið

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu

Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Lífið

Heitur pottur sem á sér engan líkan hér á landi

Hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir á Akureyri hafa steypt risa pall með hitalögn og stóran heitan pott sem er eins og skúlptúr í garðinum hjá þeim. Potturinn á sér engan líkan hér á landi og þó víðar væri leitað.

Lífið

„Þannig að við erum ekki gift“

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar.

Lífið

May December: Seint koma sumir en koma þó

Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni.

Gagnrýni

Þekkir sjúk­dóminn sem dró barna­barnið til dauða af eigin raun

Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun.

Lífið

Svefninn skiptir máli!

Góður svefn er ein undirstaða góðrar heilsu og lífsánægju, þetta vitum við. Undanfarin ár hefur verðskulduð umræða um mikilvægi gæðasvefns farið hátt og við höfum mörg þurft að líta í eigin barm og viðurkenna, að minnsta kosti fyrir okkur sjálfum, að það megi margt bæta í venjum og umhverfi til að bæta svefninn.

Lífið samstarf

Myndaveisla: Loksins lét sú gula sjá sig

Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í sumar, víðast hvar skýjað dag eftir dag eftir dag. Á vestan- og sunnanverðu landinu lét sólin þó loksins sjá sig þó margir séu farnir aftur til vinnu eftir sumarfrí. Gleðin skein úr hverju andliti í höfuðborginni í dag þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofunnar fór á stúfana.

Lífið

Rúss­nesk lög í karókí eru eitt­hvað annað skemmti­leg

Valeríja Rjabchuk er móðir, eiginkona og hársnyrtir. Hún er af austur-evrópskum uppruna en ólst upp á Íslandi. Hún er mikill fagurkeri á orðsins list og fagra muni. Uppáhaldsbókin hennar er Eyðimerkurblómið.  Valeríja elskar að ferðast, elda góðan mat og njóta í faðmi fjölskyldu og vina. 

Lífið

Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“

Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni.

Lífið

Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar

Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum.

Lífið

Segir föður sínum til syndanna

Vivian Jenna Wilson dóttir milljarðamæringsins Elon Musk segir föður sínum til syndanna í nýrri færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Threads. Hún segir hann ekki fjölskyldumann og segir hann ítrekað ljúga um börn sín auk þess sem hann sé raðframhjáhaldari. 

Lífið

Skemmti­legur golf­völlur í ein­stak­lega fal­legu um­hverfi

Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Lífið samstarf

Upp­lifir sig niður­lægða

Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix.

Lífið

Varan­legur regnbogafáni við Barónstíg

Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg.

Lífið