Matur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Uppskriftir
Fréttamynd

Kraft­mikill grænn safi fyrir öfluga húð

Janúar mánuður er vel á veg kominn og eflaust margir að leggja sig alla fram við hollustu og heilbrigði þessar fyrstu vikur ársins. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana er þekkt fyrir girnilegar og ofurhollar uppskriftir en hún útbjó sérstakan grænan safa í samvinnu við húðvörumerkið Bioeffect sem á að hafa öflug áhrif á húðina.

Uppskriftir
Fréttamynd

Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, deilir hér uppskrift að máltíð sem hann og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttur hjúkrunarfræðingur, borðuðu á hverjum degi í sex mánuði áður hún steig á svið á heimsmeistaramótinu í fitness á Miami í sumar. 

Matur
Fréttamynd

Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu

Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Matur
Fréttamynd

Heitur eplahleifur á köldum þriðju­degi

Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan.

Uppskriftir
Fréttamynd

Gul súpa fyrir gula við­vörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

Uppskriftir
Fréttamynd

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Matur
Fréttamynd

Silkimjúkar súpur sem veita hlýju

Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. 

Matur
Fréttamynd

Æfir yfir Önnu Frank-ham­borgara og Adolfs-frönskum

Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler.

Matur