Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða
„Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum.