Menning

Schwarzenegger mætti á svæðið

"Já meðan ég var að bíða eftir að fá að hitta Kai Green þá mætti Arnold sjálfur á svæðið og var bara við hliðina á mér allt í einu. Hann var umkringdur öryggisvörðum sem ýttu mér fljótlega frá. Það varð allt brjálað þegar hann mætti," segir Margrét Gnarr sem stödd er á Spáni.

Menning

Handverkið njóti sín

Keramik hönnuður sem opnar sýningu á morgunn í Herberginu, sýningarrými Kirsuberjatrésins að Vesturgötu 4.

Menning

Veltir fyrir sér tilgangi vefmyndavéla

Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“

Menning

Líttu inn í Salnum

Stutt kynning á verkum tónleikanna hefst klukkan tólf á fimmtudaginn en tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 12.15 og eru hálftíma langir.

Menning

Erfitt að mynda í 45 tíma á sjó

Heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar, Sundið, verður frumsýnd í Bíó Paradís 18. október. Hún fjallar um æsilegar raunir tveggja Íslendinga, Benedikts Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn til að synda yfir Ermarsundið.

Menning

Sveiflast milli léttleika og dramatíkur

It is not a metaphor og Hel haldi sínu nefnast verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. Seinna verkið sækir efnivið í norræna goðafræði og hið fyrra er samið við tónlist Johns Cage í tilefni af 100 ára afmæli hans. Höfundar verkanna eru Cameron Corbett og Jérome Delbey.

Menning

Djúpið miklu vinsælli en Frost

Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyngdal hafa verið heldur dræmari.

Menning

Upplifði öld öfganna

Hobsbawm var 95 ára þegar hann lést. Hann var virkur höfundur fram á síðustu ár ævi sinnar. Einungis tvö ár eru síðan gaf hann út bókina How to Change the World þar sem hann færir rök fyrir gildi þess að þekkja og lesa kenningar Marx.

Menning

Kostaði innan við tíu milljónir

"Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar,“ segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd.

Menning

Þarna var greinilega fjör

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunarhátíð Riff á fimmtudagskvöldið. Fjöldi þekktra einstaklinga lét sjá sig eins og söngkonan og fjölmiðlakonan Þórunn Antonía, liðsmenn hljómsveitarinnar Retro Stefson og fjöldi leikara. Fólk var í góðu skapi eins og sjá má á myndunum.

Menning

Víkingur Heiðar og önnur hugmynd um norðrið

Á þriðjudaginn kemur hefði kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould orðið áttræður. Þann dag heldur Víkingur Heiðar Kristjánsson píanóleikari tónleika í Hörpu undir yfirskriftinni Önnur hugmynd um norðrið. Heitið kallast á við útvarpsþætti sem Gould gerði, The Idea of North, en í þeim talaði Gould við íbúa sem bjuggu á afskekktum slóðum í Kanada.

Menning

Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi

"And the Children Never Looked Back“ eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu.

Menning