Menning

Í eilífðarbrasi með bílinn

"Bíllinn minn er Honda Civic ´92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras," segir Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman.

Menning

Aðgerð gegn aukakílóum

Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC.

Menning

Ný 1 lína frá BMW

Nýja 1 línan frá BMW verður frumsýnd hjá B&L um helgina. Nýja 1 línan er fyrsti fimm dyra bíllinn frá BMW en hingað til hafa þeir eingöngu verið með fjögurra dyra útgáfur í hönnun sinni.

Menning

Þjóðverjar velja Audi

Audi-fólksbílarnir A4, A6 og A8 fengu þrenn af eftirsóttustu verðlaunum ársins. Lesendur Auto Zeitung kusu þá í efsta sæti í flokkum millistórra fólksbíla, stórra fólksbíla og lúxusbíla. Lamborghini Murciélago og Seat Altea náðu einnig góðum árangri og voru kjörnir bestu innfluttu bílarnir í sínum flokkum.

Menning

Sjóböð meira en sundið

Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík

Menning

Vioxx endurgreitt

Gigtarlyfið Vioxx hefur verið tekið af markaði eftir að rannsóknir bentu til að inntaka þess hefði óæskileg áhrif á hjarta-og æðakerfið.

Menning

Í eilífðarbrasi með bílinn

"Bíllinn minn er Honda Civic ´92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras," segir Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman.

Menning

Hnetur til varnar gallsteinum

Samkvæmt niðurstöðum kannana frá Harvard School of Public Health kemur í ljós að 30 grömm af jarðhnetum eða öðrum hnetum á dag (160 kalóríur í hvert skipti), fimm sinnum eða oftar í viku, minnka hættu á gallsteinum um 25%. Ein matskeið af hnetusmjöri jafn oft í viku minnkar líkurnar um 15%.

Menning

Mengun eykst umfram bílaeign

Borgarbúar kaupa sífellt kraftmeiri og stærri bíla svo mengun hefur aukist umfram bílaeign undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt um losun gróðurhúsalofttegunda frá vegsamgöngum í Reykjavík.

Menning

Vill eitthvað fljótlegt í kvöldmat

Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma.

Menning

Aldrei hressari í Interrail

Hver segir að maður þurfi að vera ungur háskólastúdent til að fara í Interrail til Evrópu? Það segir það svo sem enginn en algengast er að fólk leggi upp í þannig ferðir meðan það er enn ungt og ævintýragjarnt.

Menning

Flugbátur í hnattferð væntanlegur

Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek.

Menning

Aðalréttur Ólympíufara

Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat.

Menning

Mör og blóð í bala

Nú stendur sláturtíð sem hæst, þótt það sé reyndar löngu af sem áður var að heilu fjölskyldurnar sameinuðust í þvottahúsinu við saumaskap á vömbum, blóðhræru í bölum og mör út um allt. Það er þó enn til fólk sem tekur slátur á hverju ári, enda slátur með afbrigðum hollur og góður matur og afskaplega ódýr.

Menning

Miðinn á 29.900 krónur

Farið verður að selja dýrustu aðgöngumiða á tónleika hérlendis til þessa á föstudaginn þegar forsala hefst á tónleika tenórsins José Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói 5. mars. Miðar á dýrasta stað eiga að kosta 29.900 krónur stykkið sem er fimm þúsund krónum dýrara en á tónleika Carreras í Laugardalshöllinni árið 2001.

Menning

Tíunda graðasta þjóð veraldar

Íslendingar njóta kynlífs um það bil tvisvar í viku og hafna í tíunda sæti í skoðanakönnun Durex-smokkaframleiðandans um tíðni bólfara um veröld víða.

Menning

Flensan ekki komin

Byrjað var um síðustu mánaðamót að bólusetja fólk gegn inflúensu hér á landi og eru þær aðgerðir í fullum gangi. Enda þótt fréttir berist um hörgul á bóluefni í Bandaríkjunum og víðar, vegna mistaka í framleiðslu þess hjá stóru lyfjafyrirtæki í Bretlandi, mun skorts ekki gæta hér á landi.

Menning

Pastellitanámskeið hjá Mími

Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku.

Menning

Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum

"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður.

Menning

Konur á breytingaskeiði

Um einn fjórði kvenna sem hættu að taka inn hormóna eftir að rannsóknir sýndu að þeir gætu valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins, eru aftur farnar að taka þá inn.

Menning

Námskeið framundan

Íslendingar eru þekktir fyrir mikinn áhuga á ættfræði. Þorgrímur Gestsson virkjar þann áhuga í námskeiði sem hann kennir í Námsflokkum Reykjavíkur og kallast Ritun ættarsögu.

Menning

"Feiti maðurinn"

Líkami og sál. Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um andlega og líkamlega heilsu.

Menning

Opnir tímar í tréskurði

Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru.

Menning

Skipti um starfsvettvang

Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu.

Menning

Fyrsta leikstjórnarverkefni Maríu

Nýtt íslenskt leikverk, <em>Úlfhams saga</em>, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri er María Ellingsen en þetta er jafnframt hennar fyrsta leikstjórnarverkefni.

Menning

Bólusett í búðinni

Bólusetningar hófust í Lyfju í Smáralind í gær, en Lyfja er fyrst lyfjabúða á Íslandi með slíka þjónustu. "Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð. Það biðu tíu manns við dyrnar hjá okkur þegar við opnuðum," segir Þórbergur Egilsson lyfjafræðingur, sem er yfirmaður lyfjasviðs Lyfju.

Menning

Áfengisskattur hæstur á Íslandi

Áfengisgjald, sérstakur skattur íslenska ríkisins af áfengi, er með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt úttekt <em>Neytendablaðsins</em>. Það er helst að áfengisgjald í Noregi sé svipað því sem hér þekkist.

Menning

Úrsmiður keyrir um á krílí

"Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu.

Menning