Skoðun

Stígum öll upp úr skot­gröfunum

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í.

Skoðun

Átt þú barn með ADHD?

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna.

Skoðun

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í.

Skoðun

Menntun og vel­sæld barna í fyrsta sæti

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar.

Skoðun

Transvæðingin og umræðan

Eva Hauksdóttir skrifar

Á sunnudaginn var kom ég fram í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Alexöndru Briem. Umræðuefnið var umdeilt kynfræðsluefni fyrir grunnskóla, auk þess sem komið var inn á samfélagsdeilur um hinseginfræðslu í skólum.

Skoðun

Á­skorun til borgar­stjóra og bæjar­stjóra Kópa­vogs

Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið.

Skoðun

Stór­tækar um­bætur í fangelsis­málum

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi.

Skoðun

Við getum víst hindrað laxa­strok

Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum?

Skoðun

Breytum um kúrs

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Skoðun

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma

Finnur Beck skrifar

Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi.

Skoðun

… hver er á bakvakt?

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn.

Skoðun

Lygarinn, ég?

Jón Ármann Steinsson skrifar

Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum.

Skoðun

Nokkur orð um Sinfó

Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað.

Skoðun

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir

Skúli Helgason skrifar

Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar.

Skoðun

Ópera - framtíðin er björt!

Andri Björn Róbertsson skrifar

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um stöðu og framtíð óperulistformsins á Íslandi. M.a. var birt þann 13. september sl. skoðanagrein á Vísi eftir Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur þar sem hún var þungt hugsi yfir framtíð óperu á Íslandi. Um leið og ég fagna allri umræðu um framtíð óperu og áhuga á listforminu þá langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.

Skoðun

Þegar lítil þúfa...

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Okkur sem störfum í málefnum fanga og frelsissviptra líður oft eins og ráðamenn berji stanslaust höfðinu við steininn þrátt fyrir að við færum þeim nytsamlegar hugmyndir og skotheld rök. Svo koma dagar eins og í dag og þá sjáum við hjá Afstöðu að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Og það gleður okkur mikið.

Skoðun

Að brenna bláa akurinn

Jón Kaldal skrifar

Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku.

Skoðun

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari.

Skoðun

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni

Jón Ármann Steinsson skrifar

Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?”

Skoðun

Hálfleikur

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Í dag eru liðin slétt tvö ár frá Alþingiskosningum. Í þeim vann Framsókn frækinn kosningasigur sem skilaði flokknum 13 þingmönnum og tryggði áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks. Á þeim sex árum sem liðin eru hefur mikið mætt á íslensku samfélagi en um leið hefur mikið áunnist.

Skoðun

Burt með sjálf­töku og spillingu

Sigurjón Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.

Skoðun

Ríkis­lög­reglu­stjóri hótar héraðs­dómi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Í gærkvöldi rakst ég á frétt á mbl.is með fyrirsögninni „Hættustigið gæti lækkað með sakfellingu”. Í fréttinni er haft eftir yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra að ef tveir tilteknir menn í ákveðnu sakamáli, sem er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, verði sakfelldir fyrir hryðverkjuverk þá gæti hættustig vegna hryðjuverka lækkað á Íslandi.

Skoðun

Göt­óttar kvíar og enn lekara reglu­verk

Tómas Guðbjartsson skrifar

Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 

Skoðun

Svar við grein Samuel Rostøl

Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Þú hefur alveg sleppt því að fylgjast með áður en þú eyddir peningum í útblásturs mengandi flugsæti til Íslands peningar sem væru betur komnir hjá hungruðu fólki sem þá gætu keipt sér töluvert mikið af kjarngóðu hvalkjöti fyrir aurinn til dæmis.

Skoðun