Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar 9. desember 2024 13:02 Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stafræn þróun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun