
Skoðun

Skólafélagsráðgjöf – til hvers?
Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi.

Skoðum brjóstin allt árið
Bleiki mánuðurinn október rennur senn sitt skeið en hann er okkur vitundarvakning um brjóstakrabbamein, algengasta krabbamein sem konur fá. Bara hér á Íslandi greinast ár hvert um það bil 260 konur með sjúkdóminn og tilfellum fjölgar ár frá ári.

Köngulóarvefur Hamas
Mikil umræða spratt upp um nýafstaðna helgi vegna atkvæðagreiðslu sem fram fór á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um ályktun vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Tillagan beindist að mannúðarhlið átakana og var borin upp af Arabahópnum svonefnda.

Óvinsæl færsla miðaldra manns, ómenntaður, ómarktækur og neikvæður
Stundum fer ég í sjálfan mig og hef ekkert að segja. Oft tengt langvarandi álagi, ég einhvernvegin bara dett í svona auto-gír og trukka áfram fram að jólum. Ég er nefnilega trukkur, lítill trukkur. En eins og stelpan mín segir oft, work smart not hard, mottó sem ég er að reyna að tileinka mér þessa dagana.

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar
Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community).

Þekkir ÞÚ einkenni slags?
Heilaslag, einnig kallað slag eða heilablóðfall, er neyðartilvik. Fyrstu viðbrögð við einkennum slags eiga að vera að hringja í Neyðarlínuna og koma fólki tafarlaust á spítala en það skiptir verulegu máli fyrir batahorfur og lífsgæði eftir slag. Því fyrr sem sjúklingur með slag fær meðferð því betri líkur eru á góðum bata. Þess vegna er talað um að „tímatap er heilatap“.

Þegar fórnarlamb verður böðull
Það er ófrávíkjanlegt lögmál í mannheimum, gott ef ekki í gervallri náttúrunni, að öll kúgun fæðir af sér mótspyrnu. Sagan sýnir það, reynslan sannar það. Á meðan mannskepnan er eins og hún er verður þetta viðloðandi stef í samskiptum manna og þjóða.

Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt
Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt.

FOKK! Hvað þetta eru mikilvæg skilaboð!
Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?

Hrikalega sýnileg
Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október.

Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu
Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði.

Líf eða dauði ungra bænda
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar.

Iss, það fara allt of margar konur í svona aðgerð
Þegar ég var 12 ára byrjaði ég á túr. Sýn mín á heiminn breyttist þá allverulega, enda var mér óskiljanlegt hvernig helmingur fólks á jörðinni gengur í gegnum þetta einu sinni í mánuði. Ég hafði hvorki hugmynd um sársaukann sem ég átti eftir að upplifa næstu þrettán ár né áhrifin sem hann myndi hafa á líf mitt.

Þú átt leik Katrín
Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur.

Nýsköpun á brauðfótum
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK.

„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf
Það er alveg ljóst að íslenska viðhorfið og lífsstíllinn „þetta reddast“ á ekkert erindi í ákvarðanatöku hins opinbera um breytingar á sköttum og álögum í ferðaþjónustu, frekar en í öðrum atvinnugreinum.

Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Nóg komið
Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun.

Stuðlum að stöðugu og góðu viðhaldi eldra húsnæðis
Öll hús eiga skilið að fá gott viðhald, við eigum að virða eignina okkar og þau verðmæti sem felast í vel útlítandi og góðri fasteign. Gamalt hús á að geta þjónað eiganda sínum jafnvel og nýtt hús, ef rétt er að málum staðið.

Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi?

Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig?
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign.

Reynsla mín af gervigreind í menntaskólakennslu
Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda.

Menningarminjar að sökkva í sæ
Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna?
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur.

Við þurfum öfluga bændur!
Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri.

Fæðuöryggi á krossgötum
Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum.

Styttum skuldahala stúdenta
Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám.

Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund.

Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins.

Er Alþingi sjoppa fyrir útvalda?
Stjórnvöldum ber að virða þjóðarvilja og láta af áratuga einræðis tilburðum og misskiptingu til útvaldra sérhagsmunaafla sem komast upp með að mylja undir sig og sína á kostnað þjóðarinnar. Valin útgerðarfélög eru sem fyrr í fararbroddi sem helstu afætur Íslands og virðast aldrei fá nóg. Þjóðin ætti að velta fyrir sér hvaða öfl fjarstýra stjórnvöldum í krafti spillingar. Fyrir hverja vinna stjórnvöld?