466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa Gunnlaugur Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Sjókvíaeldi Noregur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins. Samkvæmt norsku markaðsverði þá jafngildir það 466 milljörðum króna. Þessi verðmyndun í Noregi á sér stað þrátt fyrir gildistöku nýs 20 prósenta grunnrentuskatts á öll sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi. Engri slíkri gjaldtöku er til að dreifa á Íslandi, aðeins táknræn greiðsla á afar lágu framleiðslugjaldi sem verður að agnarbroti í samanburði við opinberar gjaldtökur í Noregi. Það er vægt til orða tekið að kalla þetta dekur við auðmjúka gjafmildi í þágu norskra eldisrisa. Þrátt fyrir afar brösótt gengi í opna eldinu síðustu ár, þar sem hvert áfallið af öðru hefur gengið yfir, slysasleppingar, sjúkdómar, lús, sjávarkuldi og vaxandi erfðablöndum við villtan lax, þá eru í raun aðeins ein föst verðmæti í íslenska eldisbransanum. Framleiðsluleyfin, kvótinn sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gefið norsku eldisiðjunni til að braska með og skilað mörgum milljörðum króna í vasa útvalinna manna. Svo lagði matvælaráðherra fram frumvarp á Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar sem boðaði að þessi opna eldisiðja með norskan lax eigi að vaxa og dafna í landinu, halda eigi áfram að úthluta leyfum á silfurfati og helst til eilífðar og allar hindranir afnumdar sem gætu truflað innbyrðis viðskipti svo braska megi áfram með íslenska eldiskvótann. Á sama tíma segja ýmsir norskir eldisfurstar í sínum ranni, að opið sjókvíaeldi heyri sögunni til í Noregi fyrir 2030. Hrikaleg staða í mörgum norskum laxveiðiám, þar sem veiðar hafa m.a. verið bannaðar, hefur enn frekar þrýst á það. Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án skelfilegra afleiðinga fyrir lífríkið. Fullreynt er, að engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það eins og reynslan hér á landi staðfestir. Er ekki mál að linni? Hvað þarf spillingin í kringum þessa opnu eldisiðju að rista djúpt og eyðleggja mikið áður en íslenskir stjórnmálamenn vakna og segja: Nú er nóg komið. Matvælaráðherra var gerður afturreka með eldisfrumvarpið sitt á Alþingi nú í vor og þrátt fyrir að tveir forsætisráðherrar hefðu lýst yfir að væri forgangsmál. Þá vaknaði á Alþingi von, mörgum óbreyttum þingmönnum var misboðið. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að einhenda sér í að marka ábyrga viðbragðsáætlun til að standa vörð um búsetu og heilbrigt atvinnulíf í eldisbyggðunum þegar opna eldinu verður hætt sem hlýtur að verða innan tíðar. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur, fyrrverandi alþingismaður og formaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun