Skoðun

Þegar forréttindafólk í valda­stöðu skerðir mann­réttindi jaðarsettra hópa

Sema Erla Serdaroglu skrifar

Dagurinn í dag fer í sögubækurnar sem mikill sorgardagur. Alþingi hefur enn einu sinni samþykkt breytingar á útlendingalögum sem fela í sér frekari skerðingar á grundvallarréttindum fólks á flótta, sem þrengja að möguleikum fólks sem neyðst hefur til þess að flýja stríð, átök, ofsóknir eða aðrar hörmungar til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi, og auka misrétti í garð flóttafólks og hreinlega valda þeim skaða. 

Skoðun

Forsetapróf

Auður Guðna Sigurðardóttir skrifar

Þakkir til Heimis og samstarfsfólks hans á Stöð tvö fyrir kappræðuþátt í aðdraganda forsetakosninga. Hann var gagnlegur fyrir mig, svo mjög að ég skipti yfir í annan frambjóðanda en ég hafði hugsað mér að styðja.

Skoðun

Svik VG í jafn­réttis­málum

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG.

Skoðun

Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnar­firði

Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa

Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí.

Skoðun

Ingólfur krítar liðugt

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi Icelandic wildlife fund, íslenska náttúruverndarsjóðsins, skrifar í gær á visir.is og telur laxeldið á Vestfjörðum skipta litlu máli fyrir Vestfirðinga. Honum tekst að halla réttu máli svo að jafnast á við starfsmann hans, Jón Kaldal, í nýlegum greinaskrifum.

Skoðun

Fáu spáð en vel fylgst með

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu.

Skoðun

Armæða um ís­lenska tungu

Hermann Stefánsson skrifar

Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um íslenska tungu. Gallinn við hana er að hún snýst fyrst og fremst um kynjapólitísk atriði í málfari og er því kljúfandi fremur en uppbyggileg. Starfsfólk RÚV grípur til varna gegn því að vera brugðið um markvissa notkun á kynhlutlausu orðfæri.

Skoðun

Það eru lög í landinu

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar

Hér á landi hefur ÁTVR einkaleyfi til afhendingar og smásölu áfengis. Markmið laga um verslun með áfengi eru m.a. að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Þannig er einkasölufyrirkomulag áfengis liður í forvarnastefnu og lögin eru skýr sama hversu oft sem því er haldið fram að þau séu óskýr. Ef breyta á sölufyrirkomulaginu hér á landi þarf það að gerast eftir lýðræðislega umræðu og lagasetningu, slík ákvörðun er ekki í höndum verslana án samhengis við forvarnarstefnu.

Skoðun

Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur

Runólfur Ágústsson skrifar

Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“

Skoðun

Úr buffi í klút

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins.

Skoðun

Mál­svari minksins

Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar

Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. 

Skoðun

Förum vel með byggingar­vörur

Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar

Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar.

Skoðun

Gerum betur

Kristín B. Jónsdóttir skrifar

Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu.

Skoðun

Á tæpustu tungu

Eiríkur Örn Norðdahl skrifar

Í heiminum er ekki að finna neitt tæki jafn margslungið eða vel til þess búið að varðveita og fremja menningu – hugsun, bókmenntir, tilfinningar, lærdóm – og tungumálið.

Skoðun

Að­för að ung­mennum (Í minningu Hamarsins)

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar

Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki.

Skoðun

„Betur borgandi ferða­menn“

Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu.

Skoðun

Brosum breitt

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður.

Skoðun

Um læknis­vott­orð til vinnu­veit­enda

Gunnar Ármannsson skrifar

Á síðustu dögum hefur verið töluverð umræða um svokölluð „vinnuveitendavottorð“. Þ.e. læknisvottorð sem eru ætluð til afhendingar til vinnuveitenda til að virkja rétt til greiðslu launa í veikindaforföllum.

Skoðun

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun.

Skoðun

Hin hljóða milli­stétt

Bjarki Ómarsson skrifar

Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um.

Skoðun

Af hverju er verð­lag hér tvö­falt hærra en í Evrópu?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg.

Skoðun

Þegar hríðinni slotar

Ásta F. Flosadóttir skrifar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Skoðun

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun

Mikil­vægi kín­verskra ferða­manna fyrir Ís­land og á­hrif beins flugs frá Kína

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Kínverskir ferðamenn hafa á síðustu árum orðið æ mikilvægari hluti af ferðaþjónustu landsmanna. Með miklum áhuga á einstökum náttúruperlum, menningu og sérstöðu landsins hafa þeir stóraukið tekjur í íslenskri ferðaþjónustu. Það er því mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum við Kína til að halda áfram þessari jákvæðu þróun og jafnvel auka þátttöku kínverskra ferðamanna í íslenskri ferðaþjónustu.

Skoðun

Hvers eiga Vest­firðingar að gjalda?

Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar.

Skoðun

Þannig gæti Al­þingi sam­einast um orku­mál

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar

Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja.

Skoðun

Sam­fylkingin – Með og á móti

Helgi Brynjarsson skrifar

Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál.

Skoðun