Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:01 Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun