Tónlist

Ætla að rífa þakið af Hofi

Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög.

Tónlist

Soundgarden snýr aftur

Soundgarden var ein vinsælasta grugghljómsveitin á tíunda áratugnum. Hún var ein margra slíkra sem voru á mála hjá útgáfunni Sub Pop.

Tónlist

Squarepusher og James Blake spila á Sónar-hátíð

Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus.

Tónlist

Indísveitin Alt-J vann Mercury-verðlaunin

Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna.

Tónlist

Myndir frá Airwaves

Ljósmyndarinn Mummi Lú tók meðfylgjandi myndir á Airwaves í vikunni. Hann myndaði hljómsveitirnar Úlfur, Kiriyama Family, Ojba Rasta, Mammút, Sykur, Retro Stefson, The Heavy Experience, Skálmöld, Diktu, Ham, Bloodgroup, Of Monsters And Men og Láru Rúnars.

Tónlist

Metal og dimmir tónar

Veturkonungur er mættur í öllu sínu veldi með vindum og vettlingum. Tískan verður dularfyllri og dekkri í kjölfarið en dásamleg engu að síður.

Tónlist

Mugison í stað Swans

Bandaríska hljómsveitin Swans hefur hætt við komu sína til Íslands, þar sem hún átti að koma fram á Airwaves-hátíðinni í kvöld, vegna fellibyljarins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna.

Tónlist

Sykur til Wall of Sound

"Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound.

Tónlist

Kátir tónlistarmenn

Myndin inniheldur viðtöl við meðlimi sveitarinnar sem klippt eru saman við eldri myndbrot sem þegar voru til af tónlistarmönnunum.

Tónlist

Brjáluð hliðardagskrá

Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki.

Tónlist

Framsækinn Lundúnarappari

Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt.

Tónlist

Kröftugir danskir rokkarar

Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressilega danska rokkhljómsveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár.

Tónlist

Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins

Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra.

Tónlist

Muck til Evrópu

Hljómsveitin Muck er lögð af stað í tæplega tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Sveitin sendi frá sér plötuna Slaves fyrr á árinu og er ferðalagið liður í að fylgja útgáfunni eftir.

Tónlist

Með lag í þættinum Shameless

"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð.“

Tónlist

Bat For Lashes gefa út nýja plötu

Umslag nýju plötunnar er er bæði ögrandi og óvenjulegt. Þar situr Khan fyrir allsnakin með nakinn karlmann vafin utan um sig. ,,Mig langaði að strípa mig algjörlega niður og heiðra konur eins og Patti Smith sem eru lausar við alla tilgerð og eru heiðarlegar,“ sagði hún í viðtali við NME.

Tónlist

Hyldýpi til Danmerkur

Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss.

Tónlist

Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út

Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Tónlist