Áfram sviptingar í plötusölu Trausti Júlíusson skrifar 24. janúar 2013 11:00 HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi verður opin áfram. Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp