Einn af þeim villtari Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira