Tónlist Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00 Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00 Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00 Ráðstefnan komin til að vera „Ráðstefnan gekk alveg vonum framar. Við erum syngjandi glöð sem stóðum að henni," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráðstefnuna You Are in Control sem var haldin á Hótel Sögu. Tónlist 21.10.2008 04:00 Stórtónleikar í Slane Castle Bresku rokkararnir í Oasis ætla að halda stórtónleika í Slane Castle á Írlandi 20. júní á næsta ári. Pláss er fyrir allt að hundrað þúsund manns á tónleikunum, sem yrðu á meðal þeirra stærstu í sögu sveitarinnar. Tónlist 21.10.2008 03:45 Long Blondes hættir Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. Tónlist 21.10.2008 03:00 Magnað laugardagskvöld Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Tónlist 20.10.2008 06:00 Lokakvöld Airwaves Þá er komið að lokum Iceland Airwaves hátíðarinnar enn eitt árið. Seinustu tónleikarnir verða í kvöld á Nasa. Tónlist 19.10.2008 16:51 Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Tónlist 19.10.2008 08:00 Nýtt lag í stað plötu Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is Tónlist 19.10.2008 06:00 Snúður og strengir Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengjahlutann. Tónlist 19.10.2008 05:00 Þrjár milljónir seldust Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Tónlist 19.10.2008 02:30 Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Tónlist 18.10.2008 05:30 Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu „Stærstu“ sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. Tónlist 18.10.2008 04:00 Berbrjósta stúlka á umslagi Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. Tónlist 18.10.2008 03:15 Íslenskt ofurkvöld Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Tónlist 17.10.2008 09:00 Sling veldur flogaveiki Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. Tónlist 17.10.2008 07:00 Góður túr Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel. Tónlist 17.10.2008 07:00 ICELAND AIRWAVES: DAGUR 3 Sænsk fjölskylda snýr hausum Á Tunglið er vissara að mæta í léttum klæðnaði sem þolir bleytu í kvöld. Gestir geta nefnilega átt von á þéttri svitakeyrslu fram undir morgun. Hryggjarstykki kvöldsins eru tónleikar sænsku rafpoppsveitarinnar Familjen. Tónlist 17.10.2008 05:00 Sílspikað í Hafnarhúsinu Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. Tónlist 16.10.2008 06:00 Skautalag komið út Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk. Tónlist 16.10.2008 05:00 Reykjavík! í sandpappír Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tónlist 15.10.2008 07:00 Klezmer á konsert Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. Tónlist 15.10.2008 06:15 Kaótískt ástand í bransanum Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Tónlist 15.10.2008 05:45 Gefa út blað um Airwaves Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Tónlist 15.10.2008 05:15 Tónleikar í Hljómalind Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi. Tónlist 15.10.2008 05:00 Söngkonur í aðalhlutverki „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Tónlist 15.10.2008 03:30 Hana-nú endurútgefin Viðhafnarútgáfa á sígildri plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Hana-nú, er nýkomin út. Á plötunni er að finna lagið Tölum saman sem átti að vera á upphaflegu plötunni árið 1977 en heltist úr lestinni. Tónlist 14.10.2008 06:00 Tjáir sig um plötu Radiohead Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Tónlist 14.10.2008 05:30 Frábærar viðtökur í New York Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Tónlist 13.10.2008 06:15 « ‹ 182 183 184 185 186 187 188 189 190 … 226 ›
Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Tónlist 23.10.2008 05:00
Langar að gefa út aðra plötu „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan,“ segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. Tónlist 23.10.2008 04:00
Jónsi með einsöng „Ég var í sveit á Kambsstöðum og þetta er fólkið sem ól mig upp. Mér var ljúft að bjóða fram aðstoð mína,“ segir Jónsi í Svörtum fötum, sem syngur einsöng með kórnum Sálubót úr Þingeyjarsveit í Fella- og Hólakirkju á laugardag. Tónlist 23.10.2008 04:00
Ráðstefnan komin til að vera „Ráðstefnan gekk alveg vonum framar. Við erum syngjandi glöð sem stóðum að henni," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráðstefnuna You Are in Control sem var haldin á Hótel Sögu. Tónlist 21.10.2008 04:00
Stórtónleikar í Slane Castle Bresku rokkararnir í Oasis ætla að halda stórtónleika í Slane Castle á Írlandi 20. júní á næsta ári. Pláss er fyrir allt að hundrað þúsund manns á tónleikunum, sem yrðu á meðal þeirra stærstu í sögu sveitarinnar. Tónlist 21.10.2008 03:45
Long Blondes hættir Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. Tónlist 21.10.2008 03:00
Magnað laugardagskvöld Feitasta dagskráin á Airwaves-hátíðinni hefur yfirleitt verið á laugardagskvöldinu og árið í ár var þar engin undantekning og eins og oft áður var ljóst að nú þyrfti að velja og hafna. Tónlist 20.10.2008 06:00
Lokakvöld Airwaves Þá er komið að lokum Iceland Airwaves hátíðarinnar enn eitt árið. Seinustu tónleikarnir verða í kvöld á Nasa. Tónlist 19.10.2008 16:51
Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Tónlist 19.10.2008 08:00
Nýtt lag í stað plötu Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is Tónlist 19.10.2008 06:00
Snúður og strengir Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengjahlutann. Tónlist 19.10.2008 05:00
Þrjár milljónir seldust Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Tónlist 19.10.2008 02:30
Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Tónlist 18.10.2008 05:30
Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu „Stærstu“ sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. Tónlist 18.10.2008 04:00
Berbrjósta stúlka á umslagi Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út. Tónlist 18.10.2008 03:15
Íslenskt ofurkvöld Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Tónlist 17.10.2008 09:00
Sling veldur flogaveiki Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. Tónlist 17.10.2008 07:00
Góður túr Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel. Tónlist 17.10.2008 07:00
ICELAND AIRWAVES: DAGUR 3 Sænsk fjölskylda snýr hausum Á Tunglið er vissara að mæta í léttum klæðnaði sem þolir bleytu í kvöld. Gestir geta nefnilega átt von á þéttri svitakeyrslu fram undir morgun. Hryggjarstykki kvöldsins eru tónleikar sænsku rafpoppsveitarinnar Familjen. Tónlist 17.10.2008 05:00
Sílspikað í Hafnarhúsinu Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. Tónlist 16.10.2008 06:00
Skautalag komið út Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk. Tónlist 16.10.2008 05:00
Reykjavík! í sandpappír Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tónlist 15.10.2008 07:00
Klezmer á konsert Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. Tónlist 15.10.2008 06:15
Kaótískt ástand í bransanum Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Tónlist 15.10.2008 05:45
Gefa út blað um Airwaves Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Tónlist 15.10.2008 05:15
Tónleikar í Hljómalind Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi. Tónlist 15.10.2008 05:00
Söngkonur í aðalhlutverki „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum. Tónlist 15.10.2008 03:30
Hana-nú endurútgefin Viðhafnarútgáfa á sígildri plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Hana-nú, er nýkomin út. Á plötunni er að finna lagið Tölum saman sem átti að vera á upphaflegu plötunni árið 1977 en heltist úr lestinni. Tónlist 14.10.2008 06:00
Tjáir sig um plötu Radiohead Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Tónlist 14.10.2008 05:30
Frábærar viðtökur í New York Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Tónlist 13.10.2008 06:15