Sparka í pung melódíunnar 5. desember 2008 05:30 Haukur, Gummi, Bóas, Kristján og Valdi eru Reykjavík!, fingrafaralausasta hljómsveit landsins. mynd/erna ómarsdóttir Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira