Tónlist Trentemøller á morgun Danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Trentemøller spilar á Gauknum annað kvöld. Tónlist 18.5.2007 01:00 Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Tónlist 17.5.2007 15:00 Groban bræddi íslensku kvenþjóðina Bandaríski hjartaknúsarinn Josh Groban hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í fyrrakvöld þar sem hann söng öll sín frægustu lög. Húsfyllir var í salnum og skemmti fólk sér hið besta. Tónlist 17.5.2007 12:30 Malta vill banna símakosningu Malta hefur óskað eftir því að nokkrum þjóðum frá Austur-Evrópu sem taka þátt í Eurovision verði bannað að taka þátt í símakosningu. Vill Robert Abela, yfirmaður Eurovision á Möltu, að rannsakað verði hvernig kosning þessara þjóða fari fram því stigagjöf margra þeirra sé ekki einungis byggð á kosningu almennings. Tónlist 17.5.2007 10:45 Silvía Nótt seld til Svíþjóðar Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi. Tónlist 17.5.2007 10:15 Mótetta og Morthens Nú er tími tónleikanna og þá einkum þeirra sem kenndir eru við burtfararpróf. Í dag heldur Rósa Jóhannesdóttir einsöngstónleika í Áskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Rósa lýkur um þessar mundir burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Tónlist 17.5.2007 09:30 Góður gestur Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag. Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónlist 17.5.2007 09:00 Til heiðurs Douglas Kvintett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir trompetleikarann Dave Douglas á tónleikum Djassklúbbsins Múlans á DOMO í kvöld kl. 21. Ásamt Andrési sem leikur á gítar skipa kvintettinn þeir, Sigurður Flosason á altsaxófón, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónlist 17.5.2007 05:00 Wulfgang - Tvær stjörnur Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt. Tónlist 16.5.2007 09:15 Putumayo gefur út Tómas R. Einarsson Lög eftir Tómas R. Einarsson eru væntanlega á tveimur erlendum safndiskum á næstunni. Annars vegar á safndisk sem kólumbíski plötusnúðurinn DJ El Chino og kemur lagið af disknum Romm Tomm Tomm og er það dæmi um velheppnaða evrópska latínska tónlist. Hins vegar kemur lag eftir Tómas út á safndisk frá útgáfunni Putumayo World Music og er það af disknum Havana. Tónlist 14.5.2007 10:40 Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Tónlist 14.5.2007 07:00 Fönkskotin tónlist Platan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út á föstudag á vegum SJS Musik. Sama dag heldur Stórsveitin útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Tónlist 14.5.2007 02:00 Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30 Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15 Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30 Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00 Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45 Kvöldmessa og vorhátíð Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist 12.5.2007 11:30 Minntust Syd Barrett Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðsleikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne. Tónlist 12.5.2007 11:15 múm í september Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Tónlist 11.5.2007 09:15 Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu „Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu. Tónlist 8.5.2007 10:35 Hýrnar um hólma og sker Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Tónlist 8.5.2007 08:45 Volta fær góðar viðtökur Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Tónlist 8.5.2007 08:00 Vill gullinn hljóðnema Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Tónlist 8.5.2007 07:00 Iron Lung spilar í kvöld Bandaríska þungarokkshljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti. Tónlist 8.5.2007 06:30 Fnykur Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai. Tónlist 7.5.2007 14:58 Þeir elska Franz Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“ Tónlist 5.5.2007 03:30 Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins Tónlist 5.5.2007 03:00 Söngfugl á heimaslóðum Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Tónlist 5.5.2007 03:00 Gerir dúett með Justin Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan. Tónlist 5.5.2007 02:30 « ‹ 198 199 200 201 202 203 204 205 206 … 226 ›
Trentemøller á morgun Danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Trentemøller spilar á Gauknum annað kvöld. Tónlist 18.5.2007 01:00
Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Tónlist 17.5.2007 15:00
Groban bræddi íslensku kvenþjóðina Bandaríski hjartaknúsarinn Josh Groban hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í fyrrakvöld þar sem hann söng öll sín frægustu lög. Húsfyllir var í salnum og skemmti fólk sér hið besta. Tónlist 17.5.2007 12:30
Malta vill banna símakosningu Malta hefur óskað eftir því að nokkrum þjóðum frá Austur-Evrópu sem taka þátt í Eurovision verði bannað að taka þátt í símakosningu. Vill Robert Abela, yfirmaður Eurovision á Möltu, að rannsakað verði hvernig kosning þessara þjóða fari fram því stigagjöf margra þeirra sé ekki einungis byggð á kosningu almennings. Tónlist 17.5.2007 10:45
Silvía Nótt seld til Svíþjóðar Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi. Tónlist 17.5.2007 10:15
Mótetta og Morthens Nú er tími tónleikanna og þá einkum þeirra sem kenndir eru við burtfararpróf. Í dag heldur Rósa Jóhannesdóttir einsöngstónleika í Áskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Rósa lýkur um þessar mundir burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Tónlist 17.5.2007 09:30
Góður gestur Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag. Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónlist 17.5.2007 09:00
Til heiðurs Douglas Kvintett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir trompetleikarann Dave Douglas á tónleikum Djassklúbbsins Múlans á DOMO í kvöld kl. 21. Ásamt Andrési sem leikur á gítar skipa kvintettinn þeir, Sigurður Flosason á altsaxófón, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónlist 17.5.2007 05:00
Wulfgang - Tvær stjörnur Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt. Tónlist 16.5.2007 09:15
Putumayo gefur út Tómas R. Einarsson Lög eftir Tómas R. Einarsson eru væntanlega á tveimur erlendum safndiskum á næstunni. Annars vegar á safndisk sem kólumbíski plötusnúðurinn DJ El Chino og kemur lagið af disknum Romm Tomm Tomm og er það dæmi um velheppnaða evrópska latínska tónlist. Hins vegar kemur lag eftir Tómas út á safndisk frá útgáfunni Putumayo World Music og er það af disknum Havana. Tónlist 14.5.2007 10:40
Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Tónlist 14.5.2007 07:00
Fönkskotin tónlist Platan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út á föstudag á vegum SJS Musik. Sama dag heldur Stórsveitin útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Tónlist 14.5.2007 02:00
Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13.5.2007 11:30
Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12.5.2007 14:15
Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12.5.2007 13:30
Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12.5.2007 13:00
Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12.5.2007 12:45
Kvöldmessa og vorhátíð Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist 12.5.2007 11:30
Minntust Syd Barrett Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðsleikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne. Tónlist 12.5.2007 11:15
múm í september Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Tónlist 11.5.2007 09:15
Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu „Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu. Tónlist 8.5.2007 10:35
Hýrnar um hólma og sker Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Tónlist 8.5.2007 08:45
Volta fær góðar viðtökur Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Tónlist 8.5.2007 08:00
Vill gullinn hljóðnema Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Tónlist 8.5.2007 07:00
Iron Lung spilar í kvöld Bandaríska þungarokkshljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti. Tónlist 8.5.2007 06:30
Fnykur Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai. Tónlist 7.5.2007 14:58
Þeir elska Franz Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“ Tónlist 5.5.2007 03:30
Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins Tónlist 5.5.2007 03:00
Söngfugl á heimaslóðum Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Tónlist 5.5.2007 03:00
Gerir dúett með Justin Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan. Tónlist 5.5.2007 02:30