Rödd Bjarkar aðalatriðið 1. júlí 2007 00:45 Björk Guðmundsdóttir hefur ekki mikinn áhuga á meginstraumnum. fréttablaðið/heiða Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“ Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira