Tónlist

Mikill áhugi á Toto

Hljómsveitin Toto heldur tónleika í Laugardalshöll 10. júlí.
Hljómsveitin Toto heldur tónleika í Laugardalshöll 10. júlí.

Miðasala á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Toto í Laugardalshöll 10. júlí gengur vel. Uppselt er í stúku og innan við þúsund miðar eru eftir í stæði.

„Þeir koma hingað 8. júlí og fara þann 11. Einhverjir ætla að vera eftir og skoða landið og íslenskt næturlíf. Þetta verður alls um tuttugu manna hópur,“ segir Björgvin Rúnarsson hjá 2B Company, sem flytur sveitina til landsins. „Við sáum þá spila í Amsterdam um daginn og þeir komu okkur gríðarlega á óvart.“ Spilaði Toto órafmagnað í hálftíma á tónleikunum við frábærar undirtektir.

Toto á þrjátíu ára feril að baki og hefur selt yfir 25 milljónir platna. Frægðarsól sveitarinnar skein hæst á níunda áratugnum. Á meðal frægustu laga hennar eru Hold the Line, Rosanna, Africa og Georgy Porgy. Miðaverð á tónleikana í Höllinni er 5.300 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×