Viðskipti erlent Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau. Viðskipti erlent 23.4.2010 09:21 Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu. Viðskipti erlent 22.4.2010 15:29 Aðvörun: Bankavírusinn Zeus aftur í umferð Tölvuvírusinn Zeus, sem hannaður er til að stela bankaupplýsingum, er aftur kominn í umferð í heiminum og breiðist hratt út að því er segir í frétt á BBC. Öryggisþjónustur á netinu vara við þessum vírus. Viðskipti erlent 21.4.2010 12:39 Danir vilja búta niður stærstu bankana, FIH í hópnum Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að sex stærstu bankar landsins verði bútaðir niður í smærri einingar. FIH bankinn er í þessum hópi en hann er í eigu skilanefndar Kaupþings og Seðlabankinn á 500 miljóna evra veð í honum. Viðskipti erlent 21.4.2010 09:11 IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 21.4.2010 08:50 Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið. Viðskipti erlent 20.4.2010 12:12 Tívolí vill byggja spilavíti við hlið Ráðhústorgsins Skemmtigarðurinn Tívolí vill byggja spilavíti til að auka aðsókn ferðamanna í garðinn. Fái Tívolí leyfi til að byggja spilavítið yrði það staðsett í H.C. Andersen höllinni eða við hlið Ráðhústorgsins í Kaupmannahöfn. Viðskipti erlent 20.4.2010 11:20 Askan veldur töluverðu flökti á olíuverði Töluvert flökt hefur verið á heimsmarkaðsverði á olíu frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst í síðustu viku. Sem stendur er olíuverðið komið yfir 82 dollara á tunnuna sem er hæsta verðið undanfarnar þrjár vikur. Viðskipti erlent 20.4.2010 09:54 Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360. Viðskipti erlent 20.4.2010 08:56 Milljarðalán til Grikkja fast í öskunni Gosið í Eyjafjallajökli olli því að fundi vegna alþjóðlegrar fjárhagsaðstoðar við Grikki sem halda átti í Aþenu í dag hefur verið frestað fram á miðvikudag. Viðskipti erlent 20.4.2010 00:01 Heimsþingi smávöruverslunar frestað fram á haust Heimsþingi smávöruverslunar (The World Retail Congress) hefur verið frestað fram á haustið. Þingið átti að vera í Berlín í þessari viku en vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli hefur því verið frestað. Viðskipti erlent 19.4.2010 13:38 Delaware orðið helsta skattaskjól heimsins Bandaríska ríkið Delaware er orðið það svæði í heiminum þar sem best er að leyna auðæfum sínum og komast þannig undan því að greiða skatt af þeim. Viðskipti erlent 19.4.2010 13:03 Seðlabankastjóri Svíþjóðar missir af eigin vaxtafundi Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar mun missa af eigin vaxtafundi í dag þar sem ákvörðun um stýrivexti bankans verður kynnt. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 19.4.2010 09:27 ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:56 Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:20 Rannsaka starfsemi Goldman Sachs í London Breska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að rannsaka starfsemi útibús Goldman Sachs í London. Fyrir helgi kærði fjármálaeftirlit Bandaríkjanna bankarisann fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 18.4.2010 17:06 Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street. Viðskipti erlent 16.4.2010 16:24 Dýrasta teppi sögunnar selt á 1,2 milljarða Sjaldgæft persneskt teppi frá 16. öld var selt á uppboði hjá Christie´s í London í gærdag fyrir rúmlega 6 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr. Teppið er þar með það dýrsta í sögunni en það var slegið að lokið á tuttuguföldu matsverði þess. Viðskipti erlent 16.4.2010 10:22 Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku leggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu. Viðskipti erlent 16.4.2010 10:01 Grikkland óskar eftir aðstoð frá AGS Stjórnvöld í Grikklandi hafa óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Dominique Strauss-Kahn forstjóra AGS sem birt er á heimasíðu sjóðsins. Viðskipti erlent 15.4.2010 14:45 Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 15.4.2010 13:50 Tvær styttur af fílum seldar á 800 milljónir Tvær litlar jaðistyttur af fílum frá tíma keisarans Qianlong í Kína á 18. öld far á uppboð í vor og reiknað er með að þær seljist á um 4 milljónir punda eða tæplega 800 milljónir punda. Stytturnar eru aðeins tæplega 15 sm háar. Viðskipti erlent 15.4.2010 10:20 Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Viðskipti erlent 15.4.2010 08:29 Össur: Sigurjón er „hvapholda í andliti“ Konráð Jónsson, lögfræðingur, framkvæmdi tilraun til að staðreyna hvort hægt væri að gleypa hálfan snúð í einum bita eins og Sigurjón Þ. Árnason á að hafa gert samkvæmt vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar. Konráð komst að því að þetta væri ómögulegt og ritaði Össuri bréf í kjölfarið. Össur svaraði Konráð, gerir athugasemdir við aðferðafræði hans og segist standa við orð sín sem vitnað er til í skýrslunni. Viðskipti erlent 14.4.2010 20:04 Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Viðskipti erlent 14.4.2010 13:31 Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36 Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49 Töluvert dregur úr tapi Alcoa Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:19 Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:06 Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Viðskipti erlent 12.4.2010 00:01 « ‹ 268 269 270 271 272 273 274 275 276 … 334 ›
Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau. Viðskipti erlent 23.4.2010 09:21
Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu. Viðskipti erlent 22.4.2010 15:29
Aðvörun: Bankavírusinn Zeus aftur í umferð Tölvuvírusinn Zeus, sem hannaður er til að stela bankaupplýsingum, er aftur kominn í umferð í heiminum og breiðist hratt út að því er segir í frétt á BBC. Öryggisþjónustur á netinu vara við þessum vírus. Viðskipti erlent 21.4.2010 12:39
Danir vilja búta niður stærstu bankana, FIH í hópnum Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að sex stærstu bankar landsins verði bútaðir niður í smærri einingar. FIH bankinn er í þessum hópi en hann er í eigu skilanefndar Kaupþings og Seðlabankinn á 500 miljóna evra veð í honum. Viðskipti erlent 21.4.2010 09:11
IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 21.4.2010 08:50
Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið. Viðskipti erlent 20.4.2010 12:12
Tívolí vill byggja spilavíti við hlið Ráðhústorgsins Skemmtigarðurinn Tívolí vill byggja spilavíti til að auka aðsókn ferðamanna í garðinn. Fái Tívolí leyfi til að byggja spilavítið yrði það staðsett í H.C. Andersen höllinni eða við hlið Ráðhústorgsins í Kaupmannahöfn. Viðskipti erlent 20.4.2010 11:20
Askan veldur töluverðu flökti á olíuverði Töluvert flökt hefur verið á heimsmarkaðsverði á olíu frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst í síðustu viku. Sem stendur er olíuverðið komið yfir 82 dollara á tunnuna sem er hæsta verðið undanfarnar þrjár vikur. Viðskipti erlent 20.4.2010 09:54
Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360. Viðskipti erlent 20.4.2010 08:56
Milljarðalán til Grikkja fast í öskunni Gosið í Eyjafjallajökli olli því að fundi vegna alþjóðlegrar fjárhagsaðstoðar við Grikki sem halda átti í Aþenu í dag hefur verið frestað fram á miðvikudag. Viðskipti erlent 20.4.2010 00:01
Heimsþingi smávöruverslunar frestað fram á haust Heimsþingi smávöruverslunar (The World Retail Congress) hefur verið frestað fram á haustið. Þingið átti að vera í Berlín í þessari viku en vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli hefur því verið frestað. Viðskipti erlent 19.4.2010 13:38
Delaware orðið helsta skattaskjól heimsins Bandaríska ríkið Delaware er orðið það svæði í heiminum þar sem best er að leyna auðæfum sínum og komast þannig undan því að greiða skatt af þeim. Viðskipti erlent 19.4.2010 13:03
Seðlabankastjóri Svíþjóðar missir af eigin vaxtafundi Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar mun missa af eigin vaxtafundi í dag þar sem ákvörðun um stýrivexti bankans verður kynnt. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli. Viðskipti erlent 19.4.2010 09:27
ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:56
Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:20
Rannsaka starfsemi Goldman Sachs í London Breska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að rannsaka starfsemi útibús Goldman Sachs í London. Fyrir helgi kærði fjármálaeftirlit Bandaríkjanna bankarisann fyrir fjársvik. Viðskipti erlent 18.4.2010 17:06
Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street. Viðskipti erlent 16.4.2010 16:24
Dýrasta teppi sögunnar selt á 1,2 milljarða Sjaldgæft persneskt teppi frá 16. öld var selt á uppboði hjá Christie´s í London í gærdag fyrir rúmlega 6 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr. Teppið er þar með það dýrsta í sögunni en það var slegið að lokið á tuttuguföldu matsverði þess. Viðskipti erlent 16.4.2010 10:22
Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku leggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu. Viðskipti erlent 16.4.2010 10:01
Grikkland óskar eftir aðstoð frá AGS Stjórnvöld í Grikklandi hafa óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Dominique Strauss-Kahn forstjóra AGS sem birt er á heimasíðu sjóðsins. Viðskipti erlent 15.4.2010 14:45
Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. Viðskipti erlent 15.4.2010 13:50
Tvær styttur af fílum seldar á 800 milljónir Tvær litlar jaðistyttur af fílum frá tíma keisarans Qianlong í Kína á 18. öld far á uppboð í vor og reiknað er með að þær seljist á um 4 milljónir punda eða tæplega 800 milljónir punda. Stytturnar eru aðeins tæplega 15 sm háar. Viðskipti erlent 15.4.2010 10:20
Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Viðskipti erlent 15.4.2010 08:29
Össur: Sigurjón er „hvapholda í andliti“ Konráð Jónsson, lögfræðingur, framkvæmdi tilraun til að staðreyna hvort hægt væri að gleypa hálfan snúð í einum bita eins og Sigurjón Þ. Árnason á að hafa gert samkvæmt vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar. Konráð komst að því að þetta væri ómögulegt og ritaði Össuri bréf í kjölfarið. Össur svaraði Konráð, gerir athugasemdir við aðferðafræði hans og segist standa við orð sín sem vitnað er til í skýrslunni. Viðskipti erlent 14.4.2010 20:04
Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Viðskipti erlent 14.4.2010 13:31
Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. Viðskipti erlent 14.4.2010 11:36
Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. Viðskipti erlent 14.4.2010 08:49
Töluvert dregur úr tapi Alcoa Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:19
Álverð fór yfir 2.400 dollara í morgun Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.415 dollara á tonnið í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Viðskipti erlent 13.4.2010 09:06
Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Viðskipti erlent 12.4.2010 00:01
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent