Viðskipti erlent

Yahoo boðar uppsagnir fimm prósenta

Hugbúnaðarfyrirtækið Yahoo hefur boðað uppsagnir sem nema fimm prósentum starfsmanna þess. Ástæða þessa er fyrst og fremst samdráttur í auglýsingatekjum á fyrsta fjórðungi ársins en auk uppsagnanna hyggjast stjórnendur fyrirtækisins draga úr rekstrarkostnaði eins og kostur er. Hlutabréf í Yahoo hækkuðu um 4,5 prósent þegar fréttir bárust af væntanlegum niðurskurðaraðgerðum.

Viðskipti erlent

Bankastjórar og stjórn FIH með 400 milljónir í laun

Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust.

Viðskipti erlent

Samningur Bermúda og Norðurlandanna gleður OECD

Samningur Bermúda við Norðurlöndin, þar á meðal Íslands, um skipti á upplýsingum til að koma í veg fyrir skattsvik hefur vakið gleði hjá OECD. Samtökin segja að þetta sé enn eitt skrefið til að styrkja alþjóðlega viðleitni þeirra til að setja samræmda stefnu í þessu málum.

Viðskipti erlent

BBC segir yfirtöku Straums á West Ham ólíklega

Fram kemur í frétt á vefsíðu BBC í dag að ólíklegt þyki að Straumur muni yfirtaka fótboltafélagið West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Samkvæmt BBC komu tveir kaupendur að félaginu fram á sjónarsviðið um helgina. Annar er frá Miðausturlöndum og hinn frá Austurlöndum fjær.

Viðskipti erlent

Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum

Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári.

Viðskipti erlent

Exxon stærst bandarískra fyrirtækja á ný

Olíu- og gasframleiðandinn Exxon Mobil hefur endurheimt toppsætið á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Verslunarkeðjunni Wal-Mart, sem vermt hefur fyrsta sætið síðasta árið, var velt úr sessi og skipar hún nú annað sætið.

Viðskipti erlent

Söguleg ofurvika í kauphöll Kaupmannahafnar

Þessi vika er ein sú besta í kauphöll Kaupmannahafnar frá árinu 1996 þegar núverandi úrvalsvísitala þar, C20, var tekin í notkun. C20 hækkaði um 12,6% í vikunni. þar af 4,7% í dag, en tekið skal fram að aðeins var um fjóra virka daga að ræða þar sem kauphöllin var lokuð s.l. mánudag.

Viðskipti erlent

AGS segir kreppuna alvarlegri en áður var talið

Í nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) segir að núverandi kreppa muni verða meira langvarandi og dýpri en áður var talið. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hve kreppan nú sé samstíga Kreppunni miklu á þriðja áratuginum.

Viðskipti erlent

Hagnaður Google fram úr væntingum

Hagnaður leitarvélarisans Google fór fram úr því sem spáð var á fyrsta ársfjórðungi og var sex prósentum meiri en á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Í samanburði við önnur net- og hugbúnaðarfyrirtæki hefur Google staðið kreppuna merkilega vel af sér þótt nokkuð hafi dregið úr hagnaði fyrirtækisins síðan harðna tók á dalnum.

Viðskipti erlent

Annar bandarískur stórbanki laus úr kreppunni

Bandaríski stórbankinn JP Morgan skilar afargóðu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins. Er JP Morgan annar stórbankinn vestanhafs sem skilar góðum hagnaði í ár en Goldman Sachs skilaði nýlega svo góðu uppgjöri að það kom flestum í opna skjöldu.

Viðskipti erlent