Viðskipti erlent

Eitraður kokteill ógnar Royal Unibrew

Árið í ár verður mjög erfitt fyrir næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, Royal Unibrew. Unibrew glímur nú við skuldir upp á 2 milljarða danskra kr. eða tæplega 40 milljarða kr. Stoðir eru með stærstu eigendum Unibrew með 25% hlut.

Viðskipti erlent

Mesti samdráttur síðan 1974 í Japan

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun, einkum bréf fjármálafyrirtækja, eftir að ljóst varð að samdrátturinn, sem nú fer um japanskt efnahagslíf, er sá mesti síðan árið 1974 auk þess sem hópur sérfræðinga gaf það út að ekki væri útlit fyrir að neitt rofaði til að minnsta kosti út árið 2009.

Viðskipti erlent

Toyota dregur úr starfsemi í Bandaríkjunum

Japanski bílaframleiðandinn Toyota neyðist til að draga úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum. Nýverið var tilkynnt að laun starfsmanna í Bandaríkjunum yrðu lækkuð, vinnutími styttur, yfirvinna bönnuð og að engin framleiðsla verði í nokkra daga í apríl.

Viðskipti erlent

Tchenguiz í vandræðum með hótelkeðju

Menzies-hótelkeðjan, sem er í eigu íranska Íslandsvinarins Robert Tchenguiz, rambar nú á barmi gjaldþrots. Hótelkeðjan þarf að endursemja um lán sín eftir að hafa brotið lánaskilmála. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.

Viðskipti erlent

Bankarnir best komnir í höndum einkaaðila

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir að bönkum og öðrum fjármálastofnunum sé best komið í höndum einkaaðila. Darling var spurður um málið á blaðamannfundi í tengslum við fund fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda í Róm á Ítalíu, en orðrómur hefur verið upp um að LLoyds bankinn verði þjóðnýttur. Bankinn tapaði allt að 8,5 milljörðum punda á seinasta ári. Darling sagði jafnframt ekki stæði til að funda með forystumönnum bankans um helgina.

Viðskipti erlent

Samþykktu 90 þúsund milljarða fjárveitingu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag björgunarpakka fyrir efnahagslífið að upphæð 787 milljarða Bandaríkjadala, eða 90 þúsund milljarðar króna, sem Barack Obama lagði fram. Obama segir að þetta sé einungis upphafið af tilraunum hans til að ná tökum á efnahagslífinu.

Viðskipti erlent

easyjet hagnast á gjaldþroti Sterling

Eins dauði er annars brauð gildir í flugbransanum eins og annarsstaðar. Nú hefur easyjet ákveðið að hefja áætlunarferðir milli Gatwick og Kaupmannahafnar en Sterling flaug þessa leið áður en félagið varð gjaldþrota.

Viðskipti erlent

Íhuga lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Bretlandi (Serious Fraud Office) er nú að íhuga rannsókn á starfsemi Kaupþings og Landsbankans þar í landi. Fram kemur á Timesonline að deildin byrjaði rannsókn á dótturfélagi AIG Í Bretlandi í gær og að Kaupþing og Landsbankinn gætu verið næst á listanum.

Viðskipti erlent

Markaðir réttu sig við í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum réttu sig við eftir fall eftir að markaðir opnuðu. Hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að atvinnuleysistölur voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira vestanhafs í sextán ár.

Viðskipti erlent

Írland er ekki Ísland

Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times.

Viðskipti erlent

Bréf í Asíu lækka

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun, fjórða daginn í röð, og stafar lækkunin af efasemdum fjárfesta um að ný björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að draga þarlent efnahagslíf á flot aftur.

Viðskipti erlent

Kolsvört hagspá ASÍ

Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011.

Viðskipti erlent